Nökkvi - Félag siglingarmanna á Akureyri

Nökkvi - Félag siglingamanna á Akureyri

Flýtilyklar

Nýjustu fréttir

 • Uppskeruhátíđ Nökkva sunnudaginn 8. okt. 2017

  Almennt - ţriđjudagur 3.okt.17 10:44 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1067 - Athugasemdir (0)

  Sunnudaginn 8. okt nk. höldum viđ siglingafólk Nökkva uppskeruhátíđ í Íţróttahöllinni kl 18. Einig er ţetta afmćlishátíđ klúbbsins ţar sem Nökkvi, áđur Sjóferđa félag Akureyrar, var stofnađ 8.okt 1963.

 • Sumarnámskeiđ Nökkva hefjast 12.júní nk.

  Almennt - mánudagur 5.jún.17 17:23 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1076 - Athugasemdir (1)

  Sumarnámskeið Nökkva hefjast þetta árið mánudaginn 12 júní, nk.  Stæðsti hluti starfsmanna klúbbsins eru vinnuskólakrakkar og þau mega ekki byrja vinna  fyrr en 12. Námskeiðin standa fram í miðjan ágúst svo nóg pláss ætti að vera fyrir alla áhugasama yfir sumarið.  Nýr öryggisbátur verður tekin í notkun fljótlega, æfingar fyrir krakka eru hafnar en verða nú fast næstu 3 vikurnar á þriðjudögum og fimmtudögum 17-19,30.

  Sumarstarfsmenn munu allir taka eitt sérstakt öryuggisnámskeið í Nökkva og var fyristi hópurinn á námskeiði í síðustu viku og svo allir hinir í þessari viku eða byrjun næstu.

   

   

   


 • Ný stjórn Nökkva 2017.

  Almennt - ţriđjudagur 21.mar.17 09:21 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1402 - Athugasemdir (13)
  Ný stjórn Nökkva var skipuð á aðalfundi félagsins í gærkveldi. Inn koma tvær öflugar konur, Halla Garðarsdóttir og Helga Bjarkadóttir, Hrönn Ásgeirsdóttir er fyrir í stjórn svo aftur eru fleiri konur en karlar sem stýra Nökkva. Ragnar Rúnar Svavarsson er einnig nýr en formaður er sem áður, Rúnar Þór Björnsson og þá eru þrír Rúnarar í stjórn. Varastjórnina skipa Rúnar A Harðarson og Lilja Gísladóttir. Framhaldsaðalfundur verður þriðjudaginn 28 mars þar sem farið verður yfir reikninga félagsins. Framundan eru spennandi tímar með nýju fólki, framkvæmdir að hefjast og heilt siglingasumar framundan.  

 • Siglinganámskeiđin hafin.

  Almennt - ţriđjudagur 7.jún.16 21:57 - Stefna ehf - Lestrar 16477 - Athugasemdir (2388)

  Það er búið að vera mikið af krökkum í Nökkva sl vikur, margir skólar víða af landinu hafa verið í heimsókn og skólahópar úr Síðuskóla og Giljaskóla og ekki má gleyma Hríseyjarskóla voru í síðustu viku.  Námskeiðin hófust núna 6 júní og fara vel af stað. Kjölbátanámskeið fyrir fullorðna eru einnig hafin.  Hér á heimasíðunni undir námskeið eru nokkuð góðar upplýsingar um námskeiðin, klæðnað og fleira.  

  untitled1_400 

   


 • Ný stjórn Nökkva 2016.

  Almennt - miđvikudagur 2.mar.16 20:54 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 2774 - Athugasemdir (0)
  Aðalfundur Nökkva var haldinn í kvöld 2.mars.  Nýjir stjórnarmenn komu í hópinn, Lilja Gísladóttir siglingakona og Stella Pauli, Pólsk kappróðrarkona, svo nú í fyrsta skipti að haldið sé, eru konur í meirihluta í stjórn Nökkva.  Rúnar Harðarson og Hrönn Ásgeirs halda áfram og svo formaður áfram Runar Þór.  Stjórnin þakkar fyrri stjórnarmönnum góð störf fyrir klúbbinn en mörg mikilvæg verkefni bíða nú úrlausnar.  Stjórn og bygginganefnd hafa nú heimild aðalfundar að semja um kaup/byggingu á bátahúsinu sem hefur verið á teikniborðinu um tíma og verður farið í það verkefni næstu daga.  Búið er að semja við  siglingaþjálfara fyrir sumarið en það er ungur maður frá Svíþjóð sem verður 6  vikur þetta ár og allt næsta sumar ef vel gengur.  

 • Ađalfundur Nökkva 2016.

  Almennt - ţriđjudagur 1.mar.16 10:07 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 2755 - Athugasemdir (3)
  Við minnum félagsmenn á aðalfund Nökkva sem haldin er miðvikudaginn 2. mars í húsnæði klúbbsins á Höepfnersbryggju kl 18..  Venjuleg aðalfundarstörf, farið yfir nýjar teikningar bátahúsins og nýr erlendur þjálfari kynntur.   Hvetjum félagsmenn til að mæta og fylgjast með hvað sé framundan. Kveðja stjórn Nökkva

 • Áramótakveđja formanns Nökkva.

  Almennt - miđvikudagur 30.des.15 11:30 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 3350 - Athugasemdir (3)

  Ágætu félagsmenn Nökkva, siglingavinir, SÍL, framkvæmdaaðilar,  styrktaraðilar og forsvarsmenn íþróttamála.  Það er margt að þakka þegar litið ef yfir árið og talsvert  áunnist.  Talsverðar endurbætur voru á Höepfnersbryggju, landstöpull steyptur fyrir flotbryggjuna og landgangar á allar bryggjur gerðir og klárðað að hlaða varnargrjóti utan um.  Vegna mikils sigs varð að rétta eitt húsið heilmikið en hin látin vera óbreytt þar sem ekki svarar kostnaði að reyna rétta þau af.  Nýja athafnasvæðið var jafnað og klárað að hluta og einnig var steyptur stór og mikill rampur/skábraut.  Námskeið sumarsins gegnu vonum framar þrátt fyrir kaldasta sumar  sl 20-30 ára en fækkað hefur því miður í æfingahópnum og verður það helsta verkefni stjórnar á nýju ári að reyna að bæta úr því.  Unnið er að nýjum teikningum af fyrsta húsinu sem rísa mun á nýja athafnasvæðinu en það er bátaskýlið og ætti það að verða fokhelt fyrir næsta vetur.

  Jólagjöf ársins var veglegur styrkur Samherja sem úthlutað var við hátíðlega athöfn rétt fyrir hátíðina og sendum við þeim þakkir og árnaðar óskir á nýju ári eins og öllum öðrum sem hjálpuðu okkur eins og verktakarnir Skútaberg, Finnur EHF, Halldór Bald og fleiri.  Ég vil þakka stjórn og félagsmönnum gott starf á áriu sem er að líða, sérstakar þakkir fá þeir duglegu einstaklingar sem unnu í Nökkva í allt sumar og skiluðu miklu og óeigingjörnu starfi og skora á alla að standa að baki Nökkva næstu árin meðan uppbyggingin fer fram og koma okkur sterkum inn í framtíðina með glæsilega nýja siglingamiðstöð við Pollinn.  Rúnar Þór Björnsson formaður Nökkva, félags siglingamanna Akureyri.


 • Áramótakveđja formanns Nökkva.

  Almennt - miđvikudagur 30.des.15 11:26 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 3075 - Athugasemdir (0)

 • Almennt - miđvikudagur 30.des.15 11:16 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 2809 - Athugasemdir (0)

   

 • Félagsgjald Nökkva 2015.

  Almennt - fimmtudagur 5.nóv.15 10:44 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 3020 - Athugasemdir (0)
  Ágætu félagar, félagsgjald ársins hefur verið sent á heimabanka ykkar. Við vonum að þið sjáið ykkur fært að styðja við bakið á klúbbnum ykkar enn eitt árið.  Mikið er framundan og verður spennandi að sjá hvernig til tekst.  Með bestu kveðju frá stjórn Nökkva.

 • Siglingakeppni unglingalandsmótsins hófst í dag föstudag.

  Almennt - föstudagur 31.júl.15 22:47 - Stefna ehf - Lestrar 3252 - Athugasemdir (0)

  Siglingakeppni hófst á Pollinum í dag seinnipartinn og voru sigldar tvær umferðir í góðum norðan byr. 12 siglarar eru í sjálfu unglingalandsmótinu ásamt 6 öðrum sem sigla í sér flokkum. Fyrir utan siglingafólks Nökkva eru þáttakendur frá Brokey í Reykjavík og Drangey á Króknum. Skipstjórafundur er kl ca 10,15 í fyrramálið og reynt verður að ná allavega 4-5 umferðum áður en verðlaunaafhending og Pizzaveisla hefst seinnipart laugardags.

  img_2063_400

   

   


 • Unglingalandsmótskeppni framundan um Verslunarmannahelgina.

  Almennt - laugardagur 25.júl.15 12:30 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 3088 - Athugasemdir (0)
  Siglingaklúbburinn er þátttakandi í Unglingalandsmótinu og verður siglingakeppni haldin föstudaginn 31.júlí kl 15. og laugardaginn 1. ágúst frá kl 10.   Samhliða þessu bjóðum við upp á siglingakeppni fyrir krakka yngri en 12 ára og svo einn opinn flokk fyrir 18 ára og eldri. Þetta er líka frábært tækifæri til að æfa sig fyrir Íslandsmótið í kænusiglingum sem fram fer hjá félögum okkar í Brokey helgina eftir Versló.  Við höfum fengið fyrirspurnir frá fólki sem ekki er í neinum klúbbum að taka þátt í siglingakeppninni en því miður eigum við ekki nóg af bátum og búnaði til að lána öðrum og því verða allir að koma með kænur með sér.  Æfingar verða alla dagana á undan og byrja á mánudag kl 13 og veður Dagur Daníels yfirþjálfari þennan tíma. Sendið fyrirspurnir á siglingaklubburinn@gmail.com eða hringið í Rúnar Þór 6947509.  

Deildarval

Framsetning efnis

 • A-
 • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf