Flýtilyklar
Fréttir
Íslandsmótið á kænum 2018. Nökkvi siglingaklúbbur.
Almennt - mánudagur 30.júl.18 18:56 - Rúnar Þór Björnsson - Lestrar 910 - Athugasemdir (0)
Íslandsmótið á kænum verður haldið á Akureyri 10-12 ágúst nk. Hér má sjá tilkynninguna í heild.
Íslandsmót Kæna 2018
10. til 12. ágúst á Akureyri
Siglingaklúbburinn Nökkvi
Tilkynning um keppni
1. Reglur
Keppt verður samkvæmt:
a. Kappsiglingareglum ISAF
b. Kappsiglingareglum SÍL
c. Kappsiglingareglum mótsins
2. Auglýsingar
a. Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt ISAF reglugerð 20 um auglýsingar b.
Auglýsingar sem keppnishaldari útvegar kann að þurfa að sýna á bátum eða búnaði
3. Þátttökuréttindi
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og
keppnisreglum SÍL. Stefnt er að keppa í eftirfarandi flokkum:
a. Optimist A
b. Optimist B
c. Laser Standard
d. Laser Radial
e. Laser 4.7
f. Topper Topaz
g. Opnum flokki samkvæmt forgjöf frá SÍL
Verði þátttakendur í einhverjum flokki færri en fimm verður sá flokkur hluti af
opnum flokki eða samkvæmt ákvörðun keppnisstjóra.
4. Skráning
Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir 4.ágúst með tölvupósti á
siglingaklubburinn@gmail.com. Taka þarf fram nöfn keppenda, seglanúmer,
bátategund og félag sem keppt er fyrir. Þó er hægt að skrá allt fram að
skipstjórafundi, þá hækkar þátttökugjald.
5. Þátttökugjald
Þátttökugjald á hvern keppanda er 5000. Kr Gjaldið hækkar í kr. 7000 ef skráning
berst eftir Mánudaginn 6.ágúst. Gjald greiðist á reikning: 0162-26-4231 kt.
450979-0319. Þátttökufélög eru beðinn um að greiða fyrir alla sína keppendur í
einu fyrir 4. ágúst 2018.
Skrá verður aðstandendur sérstaklega í grillveislu á laugardegi. Hámark 2 fyrir
hvern keppenda. Verð á mann 1200 kr.
6. Tímaáætlun
10. ágúst: Skipstjórafundur kl. 16.00. Fyrsta viðvörunarmerki kl. 17.00. Ekki
verður ræst eftir kl. 19:30 (stefnt að 1-3 umferðum)
11. ágúst: Skipstjórafundur 9.00. Fyrsta viðvörunarmerki 10.00. Ekki ræst eftir
16.30 (stefnt að 3-5 umferðum)
12. Ágúst: Varadagur ef ekki hafa náðst 5. umferðir. Skipstjóra fundur er kl 9.00
ekki ræst eftir kl. 14.00.
Áætlað er að ná 7 umferðum.
7. Kappsiglingafyrirmæli
Siglingafyrirmæli verða birt á tilkynningartöflu á mótsstað.
8. Keppnissvæði
Keppt verður á Pollinum við Akureyri.
9. Keppnisbraut
Keppnisbraut geta verðið eftirfarandi: Þríhyrningsbraut, Þríhyrningsbraut með
pylsu, beiting-lens-beiting braut eða Trapizubraut með eða án pylsu eða samkvæmt
ákvörðun keppnisstjórnar. Brautum verður nánar lýst í kappsiglingafyrirmælum.
10. Stigakerfi
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.
Ef kepptar verða þrjár eða færri umferðir, reiknast allar til stiga, annars kastar hver
keppandi sinni lökustu keppni.
11. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki.
12. Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram strax og úrslit verða ljós að lokinni síðustu umferð
mótsins.
13. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4. ákvörðun um að
keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra
sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.
14. Þjálfara- og öryggisbátar
Óskað er eftir að félög sem senda keppendur yngri en 18. ára til keppni leggi til
a.m.k. einn öryggisbát. Þjálfara- og öryggisbátar skulu halda sér utan brautar og
mega ekki hafa samskipti við keppendur nema í neyðartilvikum.
Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar fást hjá Rúnari Þór Björnssyni með tölvupósti á
siglingaklubburinn@gmail.com
Siglingaklúbburinn Nökkvi Akureyri Drottningarbraut – 600 Akureyri Reikn.
0162-26-4231 Kt.450979-0319
Til baka
Leit
Nýtt á vefnum
- Íslandsmótið á kænum 2018. Nökkvi siglingaklúbbur.
- Fullbókað á fyrsta námskeið Nökkva
- Siglinga og sjósportnámskeið Nökkva 2018
- Heiðursfélagi og fyrsti formaður Nökkva Gunnar B Árnason kvaddur.
- Velkomin(n)
- Nökkvi breytir um nafn á aðalfundi 2018
- Stjórn Nökkva 2018
- Uppskeruhátíð Nökkva sunnudaginn 8. okt. 2017
Heimsóknir
Í dag: 298
Samtals: 3885983
Samtals: 3885983
Á næstunni
Engir viðburðir á næstunni