Nökkvi - Félag siglingarmanna á Akureyri

Nökkvi - Félag siglingamanna á Akureyri

Flýtilyklar

Optimist

Það er hægt að fara mörgum orðum um Optimist en þetta er stærsti seglbáta floti heims.  Optimist hefur farið sigurför um heiminn sem byrjendabátur.  Ástæðan fyrir þessu er sennilega sú að báturinn er einfaldur, stöðugur, ódýr, og síðan en ekki síst að auðvelt er að smíða hann.  Nökkvi á tvær gerðir af þessum bát.  Kalli Hjalta smíðaði eina 13-16 trébáta fyrir um 15-20 árum.  Þessir bátar hafa reynst mjög vel og eru svo sannarlega enn við lýði og gera það vel.  Nökkvi á einnig 4 nýlega plast Optimista.  Optimist er góður kennslubátur og byrja flestir siglarar sinn feril á þessum bátum. Hefur gjarnan verið haft fyrir satt að bestu siglararnir hafi byrjað sinn feril á Optimist. Þú færð varla betri bát til að þjálfa næmni þína fyrir sjó og vindi og byggir síðan á henni þegar þú ferð á stærri báta.

                                             optimist_400

Lengd: 2.3m
Breidd: 1.69m
Þyngd. 35 kg
Seglaflötur: 3.76 m²

Deildarval

Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf