Nökkvi - Félag siglingarmanna á Akureyri

Nökkvi - Félag siglingamanna á Akureyri

Flýtilyklar

Paradís

Paradís IL 1783 er kjölbátur Hunter Delta 25 feta frá Bretlandi í eigu Nökkva. Paradísin er með tvo kili og getur staðið á þeim ef fjarar undan henni eins og er vel þekkt í Bretlandi, einkum á ósasvæðum þar sem gætir mikils munar flóðs og fjöru og sléttar leirur koma upp á fjörunni. Báturinn var fluttur inn sem ,,kit" frá Bretlandi til Borgarness og var kláraður þar. Það sem er nokkuð sérkennilegt við Paradísina er yfirbyggingin, sem er upphækkuð þannig að auðvelt er fyrir fullvaxta menn að standa uppréttir inn í káetunni. Að vísu eru deildar meiningar um hvort að þægindin séu á kostnað fegurðar bátsins en óneitanlega er notalegt að vera niðri í skjólinu og horfa út um framgluggana með rafmagnsstýrið þar, einkum ef er rigning og kalt.

Báturinn er þokkalega búinn með siglingatækjum, sjálfstýringu, WC og Yanmar vél. Gaseldun og svefnplássi  fyrir 3-4 menn. Seglin bæði stórsegl og genúa voru endurnýjuð árið 2011.  -JM

Built From: 1980
Built To: 1986
Number Built: 80 approx.
Designer: David Thomas
Specification
Length Over All (m): 7.45
Length at the water line (m): 6.16
Beam (m): 2.74
Draft (m): LK up 0.30 down 1.5, Fin 1.52, Twin 0.99
Air Draft (m):  
Displacement - fin (kg): LK 1955 Fin 1750
Displacement - twin (kg): 1955
Ballast (kg):  
Sail Areas (sq m): Main 13.4, No 1 Genoa 14.8, No 2 Genoa 9.6
Berths: 4
Engine: 7 hesta Yanmar inboard

Deildarval

Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf