Nökkvi - Félag siglingarmanna á Akureyri

Nökkvi - Félag siglingamanna á Akureyri

Flýtilyklar

Siglinganámskeiđ barna

 

Starfið

Barnastarf Siglingaklúbbsinns Nökkva hefur verið í stöðugum vexti undan farin ár. U.þ.b. 200-250 krakkar koma á námskeið á hverju sumri. Námskeiðin hafa verið kennd viku í senn fyrir eða eftir hádegi. Fjölmörg börn sækja námskeiðin megnið af sumrinu.

  

Markmið

Það er markmið klúbbsinns að veita krökkunum fræðslu um hafið og meðhöndlun á bátum klúbbsinns. Þeir krakkar sem koma á námskeið klúbbsinns eiga að verða orðin meðvituð um þá virðingu sem bera þarf fyrir hafinu. Við viljum auka sjáfstraust barnanna með því að fela þeim þá ábyrgð sem fylgir því að vera skipstjóri á eigin skútu.

  

Kennslan

Kennd eru undirstöðuatriði á seglbáta, kayak, kanó, og árabáta. Það eru kenndir hnútar og farið í veiðiferðir og síðast en ekki síst er farið ýtarlega í öryggis atriði er varða sjómennsku. Á vikunámskeiði er hægt að vænta þess að krakkarnir hafi kynnst öllum þessum atriðum en að sjálfsögðu getur veðrið sett strik í reikningin hvað varðar bátanna. Það hefur verið hefð fyrir því að ljúka námskeiðum með því að sigla þvert yfir fjörðin og grilla þar í fjörunni og sigla til baka með fullan maga og mikið sjálfstraust.

  

Hverjir fara á siglinganámskeið ?

Siglinganámskeiðin eru fyrir alla krakka á aldrinum 9-15 ára. Stráka og Stelpur. Það hefur oft verið þannig að krakkar sem finna sig ekki í hefðbundnum íþróttum sækja námskeiðin mikið.

  

Hvað er siglingar ?

Siglingar á seglbátum er fjölskyldu áhugamál sem stundað er um allan heim. Það geta allir siglt. Einnig eru siglingar ólympísk keppnisgrein sem er mjög mikið stunduð erlendis. Á Íslandi eru u.þ.b. 40 krakkar sem stunda siglingar sem keppnisgrein og erum við í Nökkva ákaflega stolt að vera öflugasti klúbbur landsinns.

  

Er þetta ekki dýr íþrótt og hættuleg ?

Siglingar eru mjög örugg íþrótt og eru siglingar með þeim íþróttum sem hafa hvað minnsta slysatíðni í heiminum. Hjá Nökkva fara allir starfsmenns klúbbsinns á skyndihjálparnámskeið á vorin áður en námskeið hefjast. Einnig er siglingaklúbburinn vel tækjum búin til að bjarga krökkunum eftir misheppnaðar sjóferðir. Það getur jú vissulega gerst að krakkarnir velti bátunum en aldrei hefur það gerst að nokkrum hafi orðið meint af.

Kostnaður er afstætt hugtak í siglingum en hér á Íslandi er aðalkostnaðurinn falin í fatnaði. Klúbbarnir skaffa báta og björgunarvesti en krakkarnir þurfa að skaffa fatnað. Flestir þeir sem koma á námskeið þurfa bara pollagalla og stígvel en ætli krakkarnir að hefja æfingar mælum við með kaupum á blautgöllum og skóm. Verð á slíkum búnaði er frá 5000 kr. Og uppúr. Það má segja að hægt sé að koma sér upp búnaði fyrir sama verð og á góðum takkaskóm.

  

Að lokum

Það að vera að sigla seglum þöndum á sólríkum degi á pollinum er reynsla sem flestir búa að alla ævi. Siglingar er afþreying sem kennir krökkum meira en orð fá lýst, því þeir öðlast miklu meiri skilning á náttúrunni og hafinu heldur en í öðrum íþróttum. Því miður eru krakkar sífellt að verða minna og minna meðvituð um umhverfið og hafið og er okkar markmið að treysta þau tengsl.

Sjáumst í Sumar

Deildarval

Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf