Nökkvi - Félag siglingarmanna á Akureyri

Nökkvi - Félag siglingamanna á Akureyri

Flýtilyklar

Velkomin(n)

Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri var stofnað 8. okt . 1963. Hlaut nafnið Sjóferðafélag Akureyrar sem síðar var breytt í Nökkvi, félag siglingamanna Akureyri.

Nýjustu fréttir

 • Ný stjórn Nökkva 2016.

  Almennt - miđvikudagur 2.mar.16 20:54 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 402 - Athugasemdir (0)
  Aðalfundur Nökkva var haldinn í kvöld 2.mars.  Nýjir stjórnarmenn komu í hópinn, Lilja Gísladóttir siglingakona og Stella Pauli, Pólsk kappróðrarkona, svo nú í fyrsta skipti að haldið sé, eru konur í meirihluta í stjórn Nökkva.  Rúnar Harðarson og Hrönn Ásgeirs halda áfram og svo formaður áfram Runar Þór.  Stjórnin þakkar fyrri stjórnarmönnum góð störf fyrir klúbbinn en mörg mikilvæg verkefni bíða nú úrlausnar.  Stjórn og bygginganefnd hafa nú heimild aðalfundar að semja um kaup/byggingu á bátahúsinu sem hefur verið á teikniborðinu um tíma og verður farið í það verkefni næstu daga.  Búið er að semja við  siglingaþjálfara fyrir sumarið en það er ungur maður frá Svíþjóð sem verður 6  vikur þetta ár og allt næsta sumar ef vel gengur.  

 • Ađalfundur Nökkva 2016.

  Almennt - ţriđjudagur 1.mar.16 10:07 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 390 - Athugasemdir (0)
  Við minnum félagsmenn á aðalfund Nökkva sem haldin er miðvikudaginn 2. mars í húsnæði klúbbsins á Höepfnersbryggju kl 18..  Venjuleg aðalfundarstörf, farið yfir nýjar teikningar bátahúsins og nýr erlendur þjálfari kynntur.   Hvetjum félagsmenn til að mæta og fylgjast með hvað sé framundan. Kveðja stjórn Nökkva

 • Áramótakveđja formanns Nökkva.

  Almennt - miđvikudagur 30.des.15 11:30 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1134 - Athugasemdir (2)

  Ágætu félagsmenn Nökkva, siglingavinir, SÍL, framkvæmdaaðilar,  styrktaraðilar og forsvarsmenn íþróttamála.  Það er margt að þakka þegar litið ef yfir árið og talsvert  áunnist.  Talsverðar endurbætur voru á Höepfnersbryggju, landstöpull steyptur fyrir flotbryggjuna og landgangar á allar bryggjur gerðir og klárðað að hlaða varnargrjóti utan um.  Vegna mikils sigs varð að rétta eitt húsið heilmikið en hin látin vera óbreytt þar sem ekki svarar kostnaði að reyna rétta þau af.  Nýja athafnasvæðið var jafnað og klárað að hluta og einnig var steyptur stór og mikill rampur/skábraut.  Námskeið sumarsins gegnu vonum framar þrátt fyrir kaldasta sumar  sl 20-30 ára en fækkað hefur því miður í æfingahópnum og verður það helsta verkefni stjórnar á nýju ári að reyna að bæta úr því.  Unnið er að nýjum teikningum af fyrsta húsinu sem rísa mun á nýja athafnasvæðinu en það er bátaskýlið og ætti það að verða fokhelt fyrir næsta vetur.

  Jólagjöf ársins var veglegur styrkur Samherja sem úthlutað var við hátíðlega athöfn rétt fyrir hátíðina og sendum við þeim þakkir og árnaðar óskir á nýju ári eins og öllum öðrum sem hjálpuðu okkur eins og verktakarnir Skútaberg, Finnur EHF, Halldór Bald og fleiri.  Ég vil þakka stjórn og félagsmönnum gott starf á áriu sem er að líða, sérstakar þakkir fá þeir duglegu einstaklingar sem unnu í Nökkva í allt sumar og skiluðu miklu og óeigingjörnu starfi og skora á alla að standa að baki Nökkva næstu árin meðan uppbyggingin fer fram og koma okkur sterkum inn í framtíðina með glæsilega nýja siglingamiðstöð við Pollinn.  Rúnar Þór Björnsson formaður Nökkva, félags siglingamanna Akureyri.


 • Áramótakveđja formanns Nökkva.

  Almennt - miđvikudagur 30.des.15 11:26 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1109 - Athugasemdir (0)

 • Almennt - miđvikudagur 30.des.15 11:16 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1123 - Athugasemdir (0)

   

 • Félagsgjald Nökkva 2015.

  Almennt - fimmtudagur 5.nóv.15 10:44 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1227 - Athugasemdir (0)
  Ágætu félagar, félagsgjald ársins hefur verið sent á heimabanka ykkar. Við vonum að þið sjáið ykkur fært að styðja við bakið á klúbbnum ykkar enn eitt árið.  Mikið er framundan og verður spennandi að sjá hvernig til tekst.  Með bestu kveðju frá stjórn Nökkva.

 • Siglingakeppni unglingalandsmótsins hófst í dag föstudag.

  Almennt - föstudagur 31.júl.15 22:47 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 2015 - Athugasemdir (0)

  Siglingakeppni hófst á Pollinum í dag seinnipartinn og voru sigldar tvær umferðir í góðum norðan byr. 12 siglarar eru í sjálfu unglingalandsmótinu ásamt 6 öðrum sem sigla í sér flokkum. Fyrir utan siglingafólks Nökkva eru þáttakendur frá Brokey í Reykjavík og Drangey á Króknum. Skipstjórafundur er kl ca 10,15 í fyrramálið og reynt verður að ná allavega 4-5 umferðum áður en verðlaunaafhending og Pizzaveisla hefst seinnipart laugardags.

  img_2063_400

   

   


 • Unglingalandsmótskeppni framundan um Verslunarmannahelgina.

  Almennt - laugardagur 25.júl.15 12:30 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1865 - Athugasemdir (0)
  Siglingaklúbburinn er þátttakandi í Unglingalandsmótinu og verður siglingakeppni haldin föstudaginn 31.júlí kl 15. og laugardaginn 1. ágúst frá kl 10.   Samhliða þessu bjóðum við upp á siglingakeppni fyrir krakka yngri en 12 ára og svo einn opinn flokk fyrir 18 ára og eldri. Þetta er líka frábært tækifæri til að æfa sig fyrir Íslandsmótið í kænusiglingum sem fram fer hjá félögum okkar í Brokey helgina eftir Versló.  Við höfum fengið fyrirspurnir frá fólki sem ekki er í neinum klúbbum að taka þátt í siglingakeppninni en því miður eigum við ekki nóg af bátum og búnaði til að lána öðrum og því verða allir að koma með kænur með sér.  Æfingar verða alla dagana á undan og byrja á mánudag kl 13 og veður Dagur Daníels yfirþjálfari þennan tíma. Sendið fyrirspurnir á siglingaklubburinn@gmail.com eða hringið í Rúnar Þór 6947509.  

 • Skemmtisiglingar á Pollinum á miđvikuudagskvöldum í sumar.

  Almennt - ţriđjudagur 23.jún.15 21:05 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 2322 - Athugasemdir (0)
  Skemmtisigling á miðvikudögum næstu vikurnar. Nú á aftur að reyna blása lífi í hópsiglingu á Pollinum á miðvikudagskvöldum kl 19. Mæting við Nökkva, Jón Magg kemur á Paradís og Wafarer er klár í siglingu. Sjáum hvort ekki sé hægt að fá fólk einu sinni í viku til a koma og nýta sér bátaflotann okkar, eins geta félagsmenn mætt og fengið árabát fyrir sig og sína ásamt kayökum? Með kveðju, stjórn Nökkva

 • Pollurinn hreinn ađ nýju.

  Almennt - fimmtudagur 18.jún.15 19:14 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 2303 - Athugasemdir (0)

  hreinn_pollur_0895_400

  Eftir hrikalegar fréttir í mörgum fjölmiðlum sl daga af mengun við siglingaklúbbinn getum við glatt alla með nýjustu mælingum sem reyndust mjög góðar og langt innan allra viðmiðunarmarka.  Ekki það að þær fréttir hefðu breytt neinu fyrir starfsemina en við færðum sullið inn á sandströndina í krikanum við Leirunesti og þar hafa krakkarnir skemmt sér við sjósund og sull eins og þeim einum er lagið. 


 • Siglinganámskeiđ fyrir fullorđna eru ađ hefjast

  Almennt - miđvikudagur 17.jún.15 11:28 - Jón Magnússon - Lestrar 1678 - Athugasemdir (0)
  Paradís - flaggskip Nökkva

   

  Siglinganámskeið fyrir 16 -70 ára eru að hefjast og standa til 26. júní.

  Kennt verður að sigla með seglum og meðferð þeirra og að sigla með vél ásamt því að sinna þeim störfum sem eiga sér stað í venjulegum seglbát. Kennt er að sigla frá bryggju og leggja að ásamt að farið verður yfir helstu öryggismál og umferðareglur á sjó ásamt því að binda helstu hnúta sem notaðir eru til sjós.

  Námskeiðið stendur yfir í 10 siglingastundir. Markmiðið að loknu námskeiðinu er að nemandinn geti stjórnað seglum einn síns liðs þó að yfirleitt séu fleiri um borð hverju sinni. Þá er rétt að geta þess að nemendur öðlast þá reynslu og þekkingu til að geta siglt með öðrum seglbátum og sem skipstjóri á seglbátum undir 6 metrum en sem háseti á stærri skútum.

  Nú er að hrökkva eða stökkva því að námskeiðinu lýkur 26. júní.


 • Fyrstu námskeiđin ađ hefjast 8, júní nk.

  Almennt - mánudagur 1.jún.15 18:15 - Rúnar Ţór Björnsson - Lestrar 1860 - Athugasemdir (0)

  Skráning stendur nú yfir á sumarnámskeiðin sem byrja eftir viku eða mánudaginn 8. júní. Síðuskólakrakkar voru í heimsókn í dag og mikil gleði og dugnaður hjá krökkunum þrátt fyrir ansi svalt og hrissingslegt veður. Aðrir skólar sem áttu bókað hjá okkur hafa afbókað heimsóknir þessa viku þar sem spáin næstu daga er ekkert spennandi fyrir sjósportið.  En takk krakkar úr Síðuskóla, flott hjá ykkur að drífa ykkur af stað. img_0809_400

  Sjá fleiri myndir hér undir.

   

   

   

   


Deildarval

Framsetning efnis

 • A-
 • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf