Fréttir

Stóri Plokkdagurinn 28. apríl

Nökkvi tekur þátt í stóra Plokkdeginum 28 apríl. n.k. kl. 11 á félagssvæði Nökkva. Við hvetjum alla félaga til að taka þátt og vinna að hreinsun svæðisins. Sjáumst þá.

Siglinganámskeið á kjölbátum

Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2024. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar. Á báðum þessum námskeiðum er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.

Kajak námskeið framundan

Boðið verður upp á kajaknámskeið í júní.

Félags og aðstöðugjöld 2024-2025

Nú er hafið nýtt tímabil hjá Nökkva. Greiðsla félags- aðstöðu og búnaðargjalds miðast við 1. apríl ár hvert. Best er að greiða þetta á Abler.io/shop/nokkvi hvort sem er með korti eða fá greiðsluseðill í heimabanka. Þessi gjöld standa undir kostnaði við að bæta aðstöðu fyrir félagsmenn, kaup á búnaði og félagsstarfi. Félagsgjald er 5000 kr og gefur almenna aðil og afslátt af leigugjaldskrá félagsins. Félag- og aðstöðugjald 15000 kr. veitir aðgang að húsi og búningsklefum. Félags- aðstöðu og búnaðargjald 25000 kr. veitir aðgang að húsi, búningsklefum og notkun á búnaði félagsins eftir reglum hverju sinni.

Viltu vinna skemmtilegt og gefandi starf?

Siglingaklúbburinn Nökkvi leitar að umsjónarkonu/manni með barnanámskeiðum félagsins sumarið 2024. Um er að ræða 90-100% starf eftir samkomulagi á tímabilinu 1. Júní til a.m.k. mánaðarmóta júlí- ágúst eða 16 ágúst. Við leitum að ábyrgum einstakling 23 ára eða eldri sem á auðvelt með samskipti við börn og unglinga, getur unnið sjálfstætt og brennandi áhuga á útivist. Þekking og reynsla á siglingum og sjósportum er kostur. Þekking á Sportabler kostur. Umsjónaraðili starfar í samstarfi við yfirþjálfara, þjálfara og formann félagsins. Góð starfskjör í boði. Umsóknarfrestur er til 5 apríl n.k. Upplýsingar veitir Tryggvi formaður Nökkva í síma 898-3325 eftir kl. 14 eða siglingaklubburinn@gmail.com sendið umsókn á þetta netfang.

Stefnumótunar og aðalfundur Nökkva

Aðalfundur Nökkva var haldinn á dögunum og var vel sóttur. Hann hófst á stefnumótunarfundi sem heppnaðist með ágætum, margar hugmyndir komu fram um hvað félagar í Nökkva vilja sjá í framtíðinni. Nú er það verkefni stjórnar að vinna úr hugmyndunum og koma í stefnu félagsins. Eftir stefnumótunarfundinn tóku við venjuleg aðalfundastörf eftir lögum félagsins.

Aðalfundur Nökkva 7. mars

Aðalfundur Nökkva verður haldinn fimmtudaginn 7. mars n.k. kl. 19.30. Venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins. Fólk er hvatt til að bjóða sig fram til starfa fyrir félagið, sérstaklega vantar gjaldkera. Bókhald félagsins er í höndum endurskoðunar fyrirtækis þannig að starfið snýst um að hafa yfirsýn fjármál og borga reikninga. Stefnumótunarfundur Nökkva verður sama dag kl. 18.00 við ætlum að byggja okkur framtíðarsýn. Við viljum því hvetja alla félagsmenn á öllum aldri til að taka þátt í að móta félagið til framtíðar.

Akureyrar og lokamót SÍL 2023

Akureyrar og lokamót kæna 26. ágúst 2023 á Akureyri Haldið af Siglingaklúbbnum Nökkva Tilkynning um keppni

Siglingarnámskeið 2023 kveðja

Miðsumarmót kæna 1. Júlí 2023

Hér er tilkynning um keppni á miðsumarmóti SÍL sem er á lokadegi Æfingabúða SÍL sem haldnar verða frá 27. Júní til 1.Júlí.