Nökkvi - Félag siglingarmanna á Akureyri

Nökkvi - Félag siglingamanna á Akureyri

Flýtilyklar

Siglinga og sjósportnámskeiđ Nökkva 2017.

Námskeiðin að hefjast mánudaginn 12. júní.

 

Barna námskeið, frekari upplýsingar. 

nokkvimynd2_400_01

Námskeiðin okkar hefjast mánudaginn 12. júní nk.  Þau eru 3 tíma í senn, fyrir hádegi frá 9-12 og eða eftir hádegi frá 13-16.  Fyrsta vikan kostar 11000 kr á barn.  ( 2000 kr afsl fyrir systkini ) Næsta 2 vikur kosta 9000 kr hvor vika og síðan er 6000 kr vikan eftir það.  Krakkarnir koma með nesti og aukaföt, best er að vera í vindstakk og buxum eða pollagalla og stígvélin eru ágæt. Blautgallar eru bestir fyrir þá sem eru orðnir svolítið vanir, við seljum líka notaða og nýja galla í Nökkva.  Námskeiðin eru fyrir krakka frá 8 ára aldri.  Við biðjum foreldra krakka sem ekki eru kjarkmikil eða lítil eftir aldri að bíða allavega eitt ár með að skrá þau á námskeið.

Nora innskráning  https://iba.felog.is/ er fyrir þá sem tengjast styrkjakerfi Akureyrarbæjar og vilja nýta sér niðurgreiðslu upp á kr 20.000.  Þar þurfa foreldrar að skrá sig inn, velja viðkomandi tímabil vegna námskeiða og ganga frá greiðslu á námskeiðum. Það getur komið fyrir að þið þurfið að hafa samband þegar um systkynaafslátt er að ræða eða styttri vikur eða greiðsla fyrir nokkra auka daga. 

Skráning í síma 6947509 eða senda email á siglinganamskeid@gmail.com

 

Kjölbátasiglingar fullorðnir, sjá frekari upplýsingar hér.  Fullorðins námskeið 

web4_400

 

Deildarval

Framsetning efnis

  • A-
  • A+

Innskráning

moya - Útgáfa 1.10 RC1 2006 - Stefna ehf