Um okkur

Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri var stofnað 8. okt . 1963. Hlaut fyrst nafnið Sjóferðafélag Akureyrar sem síðar var breytt árið 1979  í Nökkvi, félag siglingamanna Akureyri.   Félagið flutti 1981 í Tunnuverksmiðjuna og starfaði þar þangað til hún var rifin 1993. Eftir smá þvæling niður á Eyri flutti félagið loks í lítið hús við Höefpnersbryggju.  Árið 2018 breytti klúbburinn nafni sínu í Siglingaklúbburinn Nökkvi.

Félagið er félag áhugafólks um sjósport hverskonar þó megin starfseminn undanfarina ára verið skútusiglingar og sumar námskeið fyrir börn.  Áður fyrir var öflug segbrettastarfsemi og  einnig kajakdeild við félagið. Eitt megin markmið félagsins er að vinna að hagsmunum þeirra sem nota Pollinn og Eyjafjörðinn sem útvistarsvæði.

Við hvetjum alla áhugamenn um sjó- og vatnasport að taka þátt í félaginu og stuðla þannig að betri útivist og öryggi á Pollinum sem og  öðrum höfum.