Nú er nýtt tímabil er að hefjast 1. apríl búið er að opna fyrir greiðslu félagsgjalda, ásamt aðstöðu- og geymslugjöldum. Greitt er inn á sportabler.com/shop/nokkvi
Sportabler heldur jafnframt utan um félagatal Nökkva, þannig að við biðjum þau sem eru nú þegar félagar og vilja vera það áfram að borga gjaldið inn á Sportabler og styðja þannig áframhaldandi uppbygginu félagsins. Smá saman er síðan stefnt að því að öll félags- aðstöðu og geymslugjöld miðist við 1. apríl.
Kveðja Stjórn Nökkva
Siglingaklúbburinn Nökkvi leitar að umsjónarkonu/manni með barnanámskeiðum félagsins sumarið 2023. Um er að ræða 90-100% starf eftir samkomulagi á tímabilinu 1. júní til 11. ágúst.
Við leitum að ábyrgum einstakling 22 ára eða eldri sem á auðvelt með samskipti við börn og unglinga, getur unnið sjálfstætt og brennandi áhuga á útivist. Þekking og reynsla á siglingum og sjósportum er kostur. Þekking á Sportabler kostur. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.
Aðalfundur Nökkva 2023 verður haldinn 28. febrúar n.k. kl. 18.00 í félagsaðstöðu Nökkva við Drottningarbraut.
Venjuleg aðalfundastörf
Þau sem hafa áhuga á að starfa í stjórn og nefndum í félaginu hafið samband við Tryggva á netfanginu siglinaklubburinn@gmail.com eða síma 8983325 best eftir kl. 14 á daginn.
Sérstaklega er vöntun á gjaldkera fyrir félagið.
Stjórnin