Barnanámskeið

 Ath. skáning hefst um miðja maí.

Siglinganámskeið fyrir börn hefjast þegar skóla lýkur að vori og standa yfirleitt fram í miðjan ágúst. Hvert námskeið er einn vika, virka daga 3 tíma í senn. Frá 9-12 f.h. eða 13-16 eftir hádegi. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 8-15 ára. Hjá yngsta árinu þarf þó að taka tillit til kjarks og líkamlegrar getu. Börn geta tekið þátt í eins mörgum námskeiðum og þau vilja yfir sumarið. Krakkarnir koma með nesti og aukaföt, best er að vera í vindstakk eða pollagalla og stígvélum. Blaut eða þurrgallar eru bestir fyrir þau sem eru orðnir svolítið vanari og farinn að sigla meira. Nökkvi hefur verið með notaða og nýja galla til sölu.

Vikunámskeið kostar 15.500 kr.

Ef keyptar eru 3 vikur er hægt að fá 4 vikuna frítt. Til að nýta 4 vikuna þarfa að taka það fram í athugasemdum þegar gengið er frá skáningum og greiðslu einnig að taka fram hvaða viku á að nýta á sumrinu sem 4. viku. 

Allt sumarið (8 vikur)  kostar   kr. 65.000 

Skráning í Sportabler  er fyrir þá sem tengjast styrkjakerfi Akureyrarbæjar og vilja nýta sér niðurgreiðslur upp á kr. 40.000. Þarf þarf að skrá sig inn, velja viðkomandi tímabil vegna námskeiða og ganga frá greiðslu á námskeiðum. Það getur komið fyrir að hafa þurfi samband við forstöðumann þegar virkja þarf systkinaafslátt eða borga fyrir aukadaga eða styttri tíma.

Skráning fer fram í Sportabler.

Tengill á greiðslusíðu Sportabler

Nánari upplýsingar veitar á  siglingaklubburinn@gmail.com