Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2025. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar.
Á námskeiðunum sem kennd eru á 25 feta og 42 feta bátana er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.
Aðalfundur Nökkva verður haldinn 11. mars 2025 kl. 19.30 í Siglingahöllinni við Drottingarbraut. Venjulega aðalfundastörf. Allir sem vilja taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið geta haft samband við Tryggva formann eða boðið sig fram á fundinum.
Krakkarnir á síðasta siglinganámskeiði sumarsins fengu óvænta en skemmtilega heimsókn á síðasta degi námskeiðsins. Hnúfubakur sem hefur verið reglulegur gestur á Pollinum sl. vikur tók sundsprett með námskeiðskrökkunum. Það var ekki amarlegt að enda velheppnað námskeiðs sumar með slíku ævintýri og upplifun. Pollurinn er jú staðurinn sem ævintýrin gerast. Myndina tók Melanie úr hvalaskoðunarskipi sem var á staðnum.