Krakkarnir á síðasta siglinganámskeiði sumarsins fengu óvænta en skemmtilega heimsókn á síðasta degi námskeiðsins. Hnúfubakur sem hefur verið reglulegur gestur á Pollinum sl. vikur tók sundsprett með námskeiðskrökkunum. Það var ekki amarlegt að enda velheppnað námskeiðs sumar með slíku ævintýri og upplifun. Pollurinn er jú staðurinn sem ævintýrin gerast. Myndina tók Melanie úr hvalaskoðunarskipi sem var á staðnum.
Akureyrar og lokamót SÍL kæna 24. ágúst 2024
á Akureyri
Siglingaklúbburinn Nökkvi
Tilkynning um keppni
1. Reglur
1.1 Keppt verður samkvæmt: gildandi kappsiglingareglum WS
1.2 Keppnin verður ekki haldin ef keppnisstjórn hefur ekki yfirsjón yfir keppnissvæðið vegna skerðingar á skyggni. Keppnisstjórn miðar við að keppni fari fram við vindstyrk á bilinu 2-10 m/sek hjá yngri en 16 ára en 2-13 m/sek hjá eldri siglurum, samkvæmt mælingum ISAVIA á Akureyrarflugvelli ásamt mælingum keppinsstjórnar.
Íslandsmeistaramóti í siglingum á kænum er lokið. Keppt var í fimm flokkum að þessu sinni Optimist, Rs Tera, ILCA 4, ILCA 6 og Opnum flokk. Mótið hófst á fimmtudegi og lauk á laugardaginn samtals voru sigldar 8 umferðir sem er hámark umferða. Mótið gekk vel fyrir sig og var góður keppnisvindur alla daga. Úrslit voru eftirfarandi