Siglingaklúbburinn Nökkvi leitar að umsjónarkonu/manni með barnanámskeiðum félagsins sumarið 2023. Um er að ræða 90-100% starf eftir samkomulagi á tímabilinu 1. júní til 11. ágúst.
Við leitum að ábyrgum einstakling 22 ára eða eldri sem á auðvelt með samskipti við börn og unglinga, getur unnið sjálfstætt og brennandi áhuga á útivist. Þekking og reynsla á siglingum og sjósportum er kostur. Þekking á Sportabler kostur. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.
Aðalfundur Nökkva 2023 verður haldinn 28. febrúar n.k. kl. 18.00 í félagsaðstöðu Nökkva við Drottningarbraut.
Venjuleg aðalfundastörf
Þau sem hafa áhuga á að starfa í stjórn og nefndum í félaginu hafið samband við Tryggva á netfanginu siglinaklubburinn@gmail.com eða síma 8983325 best eftir kl. 14 á daginn.
Sérstaklega er vöntun á gjaldkera fyrir félagið.
Stjórnin
Daði Jón Hilmarsson tekur þátt í EM liðakeppni á Rs Aero
29.10.2022
Daði Jón hóf í dag keppni á Evrópumóti ungmenna í liðakeppni á Rs Aero bátum sem haldið er í Cagliari á Sardinia. Samkvæmt fréttum gengu æfingar vel í gær og hófst keppni nú í morgun. Liðkeppi í siglingum fer þannig fram að tveir keppa saman í liði þau etja síðan kappi við annað lið það lið sem endar með annan keppenda sinn í síðasta sæti dettur út.