Skráning er hafin á hin sívinsælu siglinganámskeið barna. Fyrsta námskeið hefst 7. júní n.k. Nökkvi notast nú við Sportabler síðuna fyrir allar skráningar hjá félaginu á slóðinni: sportabler.com/shop/nokkvi Frekari upplýsingar má sjá hér. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á siglingaklubburinn@gmail.com
Nú stefnir í að veðrið fari að verða okkur hliðhollt. Við byrjum þetta af krafti, það verða æfingar mánudaginn 16. maí og miðvikudaginn 18. maí klukkan 16.30(mæting) á sjó kl. 17.00 síðan verður stefnt á æfingabúðir í Nökkva 21-22 maí kl. 09:30 til 16.00. Þjálfari verður Hörður Finnbogasson sem meðal annars hefur starfað fyrir Nökkva og þjálfað landslið Íslands í siglingum. Hvetjum alla til að nýta þessar æfingar og koma sér í siglingagírinn.
Slysavarnardeild Akureyrar hefur staðið vel bak við siglingaklúbbinn gegnum árin og stutt við slysavarnir og öryggi hjá okkur. Á dögunum kom deildin í heimsókn að kíkja á nýju aðstöðuna. Færðu þau að gjöf í leiðinni nýjan sjúkrakassa, plástra box, og fullkomið hjartastuðtæki. Klúbburinn er virkilega þakklátur fyrir þessa veglegu gjöf sem hefur verið komið fyrir í sal siglingahallarinnar. Þökkum kærlega fyrir okkur.