Aðalfundur Nökkva 2023 verður haldinn 28. febrúar n.k. kl. 18.00 í félagsaðstöðu Nökkva við Drottningarbraut.
Venjuleg aðalfundastörf
Þau sem hafa áhuga á að starfa í stjórn og nefndum í félaginu hafið samband við Tryggva á netfanginu siglinaklubburinn@gmail.com eða síma 8983325 best eftir kl. 14 á daginn.
Sérstaklega er vöntun á gjaldkera fyrir félagið.
Stjórnin
Daði Jón Hilmarsson tekur þátt í EM liðakeppni á Rs Aero
29.10.2022
Daði Jón hóf í dag keppni á Evrópumóti ungmenna í liðakeppni á Rs Aero bátum sem haldið er í Cagliari á Sardinia. Samkvæmt fréttum gengu æfingar vel í gær og hófst keppni nú í morgun. Liðkeppi í siglingum fer þannig fram að tveir keppa saman í liði þau etja síðan kappi við annað lið það lið sem endar með annan keppenda sinn í síðasta sæti dettur út.
Akureyrar og lokamót SÍL á kænum var haldið laugardaginn 27. ágúst. Keppt var í 5 flokkum og alls mættu 31 keppandi til leiks. Aðeins þurfti að bíða eftir vindinum til að hefja keppni en hafgolan kom að lokum til að gera gott mót. Alls voru sigldar 5 umferðir sem tókust allar vel og sýndu keppendur sínar allra bestu hliðar.