Akureyrar og lokamót SÍL 2022 úrslit.

Akureyrar og lokamót SÍL á kænum var haldið laugardaginn 27. ágúst.  Keppt var í 5 flokkum og alls mættu 31 keppandi til leiks.  Aðeins þurfti að bíða eftir vindinum til að hefja keppni en hafgolan kom að lokum til að gera gott mót. Alls voru sigldar 5 umferðir sem tókust allar vel og sýndu keppendur sínar allra bestu hliðar.  Úrslit má sjá hér?