Akureyrar og lokamót SÍL 2023

Akureyrar og lokamót kæna 26. ágúst 2023 

  á Akureyri

Siglingaklúbburinn Nökkvi

Tilkynning um keppni 

 

1. Reglur 

1.1 Keppt verður samkvæmt: gildandi kappsiglingareglum WS

1.2 Keppnin verður ekki haldin ef keppnisstjórn hefur ekki yfirsjón yfir keppnissvæðið vegna skerðingar á skyggni. Keppnisstjórn miðar við að keppni fari fram við vindstyrk á bilinu 2-10 m/sek hjá yngri en 16 ára en 2-13 m/sek hjá eldri siglurum, samkvæmt mælingum ISAVIA á Akureyrarflugvelli  ásamt mælingum keppinsstjórnar.  

1.3 Ef tungumálum ber ekki saman skal enska útgáfa textans gilda. 

1.4  Þegar regla 20 gildir, má bátur gefa til kynna þörf fyrir rúm til að stagvenda t.d. með kalli eða bendingum.

 

2 KAPPSIGLINGAFYRIRMÆLI 

2.1  Kappsiglingafyrirmælin verða kynnt á skipsstjórnarfundi. 

 

3 SAMSKIPTI 

3.1  Keppnissjórn birtir upplýsingar á heimasíðu www.nokkvi.iba.is 

3.2 Keppnisstjórn notar rás 87 fyrir öll samskipti 

3.3 Á meðan á keppni stendur (tekur gildi við fyrsta viðvörunarflaut) mega keppendur ekki nota talstöðvar eða önnur samskiptatæki nema í neyðartilvikum og ef allir keppendur fá sömu upplýsingar. Þessi takmörkun gildir einnig um farsíma 

 

4 HLUTGENGI OG ÞÁTTTAKA 

 

4.1  Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL. 

Stefnt er að keppni í eftirfarandi flokkum: 

1. Optimist 

2. ILCA 4 

3. ILCA 6

4. Rs Tera

5. Rs Feva

6. RS Areo

7. Opnum flokki samkvæmt forgjöf 

 

Í forgjafakeppni á flokknum sem hafa Portsmouth yardstick er hún notuð eða forgjöf sem SÍL samþykkir ef bátur er ekki á lista Portsmouth yardstick 

4.3 Portsmouth yardstick forgjöf er notuð, ef bátur er ekki á listanum verður haft samband við SÍL og fengin forgjöf sem SÍL samþykkir. 

4.5  Hlutgenga keppendur má skrá með því að senda tölvupóst á siglingaklubburinn@gmail.com með staðfestingu á greiðslu þátttökugjalds og upplýsingum um nafn keppanda, kennitölu, bát, seglanúmer og félag sem keppt er fyrir ásamt upplýsingum um nafn og símanúmer forráðamanns ef keppandi er yngri en 18 ára fyrir (dagsetning). Athugið að bátar verða að hafa seglanúmer. Best er ef þjálfari félags sendi lista yfir sína keppendur. 

4.7 Skráning telst ekki gild fyrr en öllum skráningar skilyrðum er fullnægt og þátttökugjald hefur verið greitt og greiðslukvittun með nafni keppanda send til Nökkva.

 

5 ÞÁTTTÖKUGJALD 

5.1  Þátttökugjald á hvern keppanda er kr. 5000  Gjaldið hækkar í kr. 6000 ef skráning berst eftir kl. 20:00 þann 24.  ágúst  2023 

Gjald greiðist inn á reikning: 0162-26-4231 Kt:. 450979-0319 kvittun á að send á siglingaklubburinn@gmail.com





6 AUGLÝSINGAR 

6.1  Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té. 

 

7 TÍMAÁÆTLUN 

7.1  Skráningafrestur rennur út kl. 20.00, 25. Ágúst 2023

Skipstjórafundur kl. 10:00 

Viðvörunarmerki fyrir fyrstu keppni er áætlað kl. 10.45  Ekki verður ræst eftir kl. 17.00  Reynt að ná 3-4 umferðum.

Afhending verðlauna verður að lokinni síðustu umferð.: 

 

8 STIGAGJÖF 

8.1  Notað er lágstigakerfi skv A4.1 í viðauka A 

8.2 Stefnt er að sigla 3-5 umferðir.  Ef kepptar verða þrjár eða færri umferðir, reiknast allar til stiga, annars kastar hver keppandi sinni lökustu keppni. 

8.3 Ljúka þarf amk 1 umferð til að keppni teljist lokið. 

 

9 PERSÓNUVERND 

9.1  Með skráningu í keppni heimila þátttakendur myndbirtingar á vegum keppnishaldara og SÍL ásamt birtingu úrslita. 

 

10 TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR 

10.1 Keppendur sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Skipuleggjendur firra sig allri ábyrgð vegna skemmda eða líkamstjóns eða dauðsfalla í tengslum við eða fyrir eða eftir keppni eða á meðan keppni stendur án tillits til orsakatengsla. 

 

 

 

12 VERÐLAUN 

12.1 Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki. 



13. Þjálfara- og öryggisbátar

Óskað er eftir að félög sem senda keppendur yngri en 18. ára til keppni leggi til a.m.k. einn mann til að aðstoða við öryggisgæslu og einn öryggisbát ef aðstæður leyfa. Þjálfara- og öryggisbátar skulu halda sér utan brautar og mega ekki hafa samskipti við keppendur þannig að það hafi áhrif á úrslit keppninnar.

 

Talstöðva samskipti fara fram á rás 87