Árskýrsla Nökkva 2020

 Skýrsla stjórnar Nökkva 2020

 

Starfsárið 2020 var þrátt fyrir fordómalausa tíma gott ár í sögu klúbbsins. Hæst fer að loksins hófst bygging á nýju aðstöðuhúsi fyrir klúbbinn sem hefur verið draumur félagsmanna frá stofnun þess. Nýr formaður og stjórn tók við á síðast aðalfundi félagsins í mars 2020. Fundurinn var haldin í skugga covid-19 faraldursins þannig að þann var heldur fámennur. Rúnar Þór Björnsson hætti sem formaður því miður var hann í sóttkví og gat því ekki mætt svo hægt væri að þakka honum fyrir unnin störf. En félagar Nökkva þakka honum innilega fyrir vel unninn störf í þágu félagsins. Nýr formaður Tryggvi Jóhann Heimisson tók við en ásamt honum tóku sæti í stjórn Ragnar Rúnar Svavarsson, Kári Ellertsson, Hrönn Ásgeirsdóttir, Helga Bjarkardóttir, Örn Garðarsson og til vara Hörður Finnbogason, Rúnar Þór Björnsson og Sigríður Unnarsdóttir

 

Reikningar félagsins voru samþykktir með fyrirvara um villu frá fyrri árum sem ekki var búið að finna skýringu á og er enn óleyst mál. 

 

Strax að loknum aðalfundi hófst undirbúningur fyrir sumarið. Stjórn setti niður verk- og starfsáætlun enda þurfti að leggjast í mikla viðhaldsvinnu á flotbryggjum og bátum félagsins. Ein bryggja var endurbyggð að hluta og gert var við Paradís, ásamt því að pússa alla tré Optimist báta félagsins sem síðan voru málaðir um sumarið. Einnig var farið í mikla tiltekt á svæðinu þó enn sé nóg eftir. Helstu markmið náðust nema þau sem háð voru  sóttvarnarreglum eins og að halda fleiri samkomur og félagsfundi. Þátttaka félagsmanna var góð í þessari vinnu og við þökkum öllum sem lögðu fram vinnu sína.

 

Félagið hélt áfram með sumarnámskeiðin sín vinsælu. Nýr forstöðumaður David Stöckel hafði fyrir umsjón með námskeiðunum ásamt Jökli Karlsyni og barnaþjálfaranum Ísabellu Sól Tryggvadóttur. Aðsókn að námskeiðum var svipuð og önnur ár, yfirfullt í júní og byrjun júlí en heldur rólegrar yfir um miðbikið, heilt yfir gengu námskeiðin vel og óhappalaus. Helstu úrlausnarefnin eftir sumarið er hvernig hægt sé að fjölga þátttakendunum seinni hluta sumars og finna viðfangsefni fyrir aldurinn 13-15.  Þá er einnig brýnt að bæta þjálfun og undirbúning starfsmanna með námskeiðum fyrir tímabilið. Covid-19 hafði reyndar þau áhrif að starfmanna mál skýrðust ekki fyrr en á lokastundu þannig að endanlegur starfsmanna listi var ekki kominn til félagsins fyrr en um helgina fyrir fyrst námskeiðið. 

 

Einnig voru haldin námskeið í kajakróðri, siglingum kjölbáta og einnig var byrjað á verkefninu Komdu að sigla, þar sem haldin eru styttri námskeið fyrir unglinga og ungmenni á aldrinum 15-23 ára með því markmiði að fjölga iðkendum sem sigla sér til ánægju. 

 

Æfingar og keppni

Félagið bauð upp á fastar æfingar í umsjón Ísabellu Sólar á daginn fyrir þau sem höfðu áhuga á læra keppnissiglingar. Því miður var lítil þátttaka hjá unglingum sem höfðu áður keppt fyrir félagið, þannig að það var ekki á stórum hópi að byggja á. Talsverð nýliðun var á æfingum og myndaðist vonandi nýr kjarni áhugasamra siglingamann sem hægt verður að byggja á. Þá fór Ásbjörn Yngvason í æfingabúðir SÍL sem voru á Akranesi. 

 

Félagar í Nökkva tóku þátt í Íslandsmóti kæna í ágúst bestum árangri náði Þorlákur Sigurðsson sem varð íslandsmeistari í Laser Radial flokk, Ísabella Sól Tryggvadóttir varð í öðru sæti í sama flokk. Aðrir keppendur voru Daði Hilmarsson Laser Radial og í opnum flokk kepptu Sigurgeir Söruson Rs Tera, Mahut Matharel og Magdalena Sulova RS Feva  allir keppendur stóðu sig vel og félagið getur verið stolt af siglingafólkinu okkar.

 

Akureyrar og lokamót SÍL var haldið síðustu helgina í ágúst og var þátttaka mjög góð. Með á fjórða tug keppenda frá 4 félögum og  í 5 flokkum þar á meðal RS Fevu og RS Teru flokkum. Framkvæmd mótsins gekk vel og ber að þakka félögum Nökkva fyrir gott starf og þátttöku. 

 

Félagsmál 

Ný heimasíða félagsins komst loks í fulla notkun sem bætir upplýsinga mál félagsins. Þá var einnig unnið að því að fjölga fullorðnum félögum með því að bæta aðgengi að búnaði félagsins og auðvelda fólki að skrá sig í félagið og greiða félagsgjöld. Það gekk vel og ekki annað að heyra en fólk væri mjög ánægt að geta nýtt sér búnað félagsins. 

Unnið var að stefnumótun félagsins í gegnum verkefnið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Félagið tók svo við viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ í lok ársins. 

Félagið fjárfesti í nýjum bát RS Quest, sem eflaust mun nýtast vel í kennslu og starfi félagsins. 

Kajakdeild félagsins reis upp aftur og nú hefur virkum félögum þar fjölgað einnig tókst að bæta aðstöðu til að geyma búnað og  báta og eru fjölmargir sem nýta sér það.

Félagið fékk að gjöf gamlar flotbryggjur frá Hafnarsamlagi Norðurlands, sem gefur félaginu mögleika á að koma upp smá hafnaraðstöðu norðan við nýtt aðstöðuhús. 

Tækjanefnd tók til starfa innan félagsins. Hlutverk hennar er að sjá um viðhald á tækjum félagsins eins og öryggisbátum og þess háttar. Nefndin skilaði góðu starfi og óhætt er að segja að viðhaldsmál séu kominn í góðann farveg með þessu fyrirkomulagi.

Að öðru leit markaðist félagsstarf af faraldrinum sem gengur hefur yfir heiminn þannig að fundir og mannfagnaðir hafa verið í lámarki en nú horfum við fram á betri tíma í þeim efnum og vonandi verður hægt að keyra næst sumar á fullum krafti. 

 

Fjármál

Þrátt fyrir óvissu tíma náðist góður árangur í fjármálum félagsins. Markmið stjórnar var ná niður kostnaði og nýta fjármuni betur og auka tekjur. Þessi markmið náðust að mestu og skilaði félagið góðum rekstrarafgangi í lok árs. Félaginu tókst að fá meiri opinberan stuðning en því miður gekk mjög illa að fá styrki frá fyrirtækjum enda var mikið óvissuástand í rekstrarhorfum þeirra.Húsnæðismál

Það er nokkuð ljóst að 2020 er ár Nökkva að því leiti að loksins hófst bygging á nýju aðstöðuhúsi félagsins. Sigurgeir Svavarsson sér um að reisa húsið og verður það tilbúið sumarið 2021. 

Þetta verður mikil bylting í aðstöðu félagsins og vonandi tekst félaginu að nýta þennan áfanga sem meðbyr í framtíðinni og styrkja innrastarf sitt til muna. Lokaorð 

Þrátt fyrir fordómalausa tíma hefur mikið áunnist í starfi félagsins síðast liðið ár. Ný stefnumótun félagsins hefur rennt styrkari stoðum undir innra starf og verður vegvísir okkar að betra félagsstarfi í framtíðinni.   Að sjá nýja aðstöðu verða loks að veruleika mun veita félaginu ný tækifæri til sóknar. Framtíðin er björt nú er það okkar að nýta tækifæri framtíðarinar.