Félags og aðstöðugjöld 2024-2025

Nú er hafið nýtt tímabil hjá Nökkva. Greiðsla félags- aðstöðu og búnaðargjalds miðast við 1. apríl ár hvert.  Best er að greiða þetta á www.abler.io/shop/nokkvi hvort sem er með korti eða fá greiðsluseðill í heimabanka.  Þessi gjöld standa undir kostnaði við að bæta aðstöðu fyrir félagsmenn, kaup á búnaði og félagsstarfi. 

Félagsgjald er 5000 kr og gefur almenna aðil og afslátt af leigugjaldskrá félagsins. Félag- og aðstöðugjald 15000 kr. veitir aðgang að húsi og búningsklefum.  Félags- aðstöðu og búnaðargjald 25000 kr. veitir aðgang að húsi, búningsklefum og notkun á búnaði félagsins eftir reglum hverju sinni. 

Við hvetjum alla til að ganga frá greiðslu sem fyrst og taka þar með þátt í að efla félagið. Þau sem eru með búnað í geymslu eða vilja geyma búnað mega senda póst á siglingaklubburinn@gmail.com með upplýsingum um búnað og hvort þau hyggist geyma búnað áfram. 

Allar upplýsingar gefnar í gegnum siglingaklubburinn@gmail.com

Koma svo, gerum gott félag betra.