Gjöf frá Straumrás

Hrönn gjaldkeri tekur á móti gjöfinni frá Guðna í Straumrás.
Hrönn gjaldkeri tekur á móti gjöfinni frá Guðna í Straumrás.

Nú á dögunum færði Straumrás klúbbnum veglega gjöf. Kamasa verkfæraskáp troðfullann af vönduðum verkfærum. Þessi gjöf kemur sér vel í starfi klúbbsins þar sem það þarf góð verkfæri til að sinna viðhaldi á tækjum félagsins. Félagar í Nökkva þakka Straumrás kærlega fyrir þessa rausnalegu gjöf og ekki síst þökkum við fyrir þessa viðkenningu á mikilvægi barna- og unglingastarfi félagsins.