Góð aðsókn á fyrstu kajaknámskeið sumarsins

Fyrstu sjókajaknámskeiðum sumarsins lokið. Þóttu þau takast vel og var aðsókn góð. Vonir standa til að þetta hleypi nýju lífi í kajak iðkunn við Eyjafjörð. Stefnt er að hafa félagsróður á laugardagsmorgnum í sumar kl. 10.00 frá Höefnersbryggju, félagssvæði Nökkva. Mæting klukkan kl. 9.30. Hér er kjörið fyrir þau sem hafa klárað byrjenda námskeið eða gamla kajakmenn róa við gott öryggi og í góðum félagsskap.