Keppendur Nökkva stóðu sig vel á Íslandsmóti á kænum.

Keppendur Nökkva ánægð eftir gott mót.
Keppendur Nökkva ánægð eftir gott mót.

Siglingafólk Nökkva stóð sig vel á íslandsmóti kæna í siglingum um helgina. Þorlákur Sigurðsson varð íslandsmeistari á Laser Radial og Ísabella Sól Tryggvadóttir varð önnur í sama flokki. Er þetta í 10. sinn sem Þorlákur vinnur íslandmeistartitil, glæsilegt afrek þar á ferð. Aðrir keppendur stóðu sig vel Mahaut og Magda urðu í fjórða sæti í opnum flokk en þær kepptu á Rs Fevu, þetta er þeirra fyrsta mót saman þannig að þetta verður að teljast mjög góð framistaða. Daði Jón varð svo í 4. sæti á Laser Radial með jafn mörg stig á 3. sætið en tapaði á innbyrðins viðreignum. Sigurgeir Söruson hóf keppni í opnum flokk en þurfti að hætta keppni seinni daginn. Mótið heppnaðist vel, sigldar voru 8 umferðir í góðum aðstæðum. Þökkum við siglingaklúbbnum Brokey fyrir gott og vel skipulagt mót.