Langar þig að læra að sigla skútu?

Langar þig að læra að sigla skútu? 

Siglingaklúbburinn Nökkvi býður upp á tveggja sólahringa
námskeið í skútusiglingum vorið 2021.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa enga eða litla reynslu af
skútusiglingum en hafa áhuga á því að kynnast lífinu um
borð, hvernig það er ferðast á sjó og upplifa fegurð landsins
frá nýju sjónarhorni.

Leiðbeinendurnir leggja áherslu á að ferðalagið verði
ánægjulegt, að þáttakendur upplifi örugga og skemmtilega
siglingu á Eyjafirði með viðkomu í hinum ýmsu höfnum.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist á tveimur
dögum grunnatriðum siglinga s.s að stýra, beita seglum
og nota öryggisbúnað um borð.

Kennt verður á 42 feta bát, innifalið er gisting og matur fyrir
4-6 þátttakendur, tilvalið fyrir vinahópa.  

Helgar í boði:
4. - 6. júní 2021
11. - 13. júní 2021
Eða eftir samkomulagi

Verð: 59.000 kr á mann
Nánari upplýsingar: kari@akmennt.is