Nökkvi fær kærkomna gjöf.

Við höfnina á Svalbarðseyri.
Við höfnina á Svalbarðseyri.

Nökkvi fékk notaðar flotbryggjur að gjöf frá Hafnarsamlagi Norðurlands. Nokkrir félagar úr klúbbnum sóttu hluta af bryggjunum á Svalbarðseyri í dag. Þrátt fyrir stiningskalda gekk verkið vel fyrir sig en framundan er svo að laga og endurbæta flotholt og festingar. 

Það er von okkar að þessar bryggjur renni stoðum undri nýja hafnaraðstöðu hjá félaginum. Stærsta málið verður sjálfsagt að ákveða hvort þetta verði Höepfhners- eða Tuliníusarbryggja. Við þökkum Höfninni fyrir að hugsa hlýlega til okkar.