Nökkvi verður Fyrirmyndafélag ÍSÍ

Það var gleðistund við nýja hús Nökkva sem rís örhratt þessa dagana, þegar Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ var mættur að afhenda formanni Nökkva, Tryggva Jóhanni viðurkenninguna fyrirmynda félag innan ÍSÍ. Þetta er stór áfangi fyrir klúbbinn og frábært veganesti í framtíðaruppbyggingu siglingasportsins hér á Akureyri. Einnig væri gaman fyrir siglingafólk klúbbsins og áhugafólk um okkar uppbyggingu að fylgjast með á morgun, laugardaginn 12 des, þegar stóru einingarnar verða hífðar upp og húsið fer að mótast í öllum sínum tilkomuleika.