Ný stjórn kosin á aðalfundi Nökkva

Aðalfundur Nökkva var haldinn í Íþróttahöllinni Akureyri 18. mars síðast liðinn. Þokkalega mæting var á fundinn þrátt fyrir að aðstæður sem upp voru og nokkrir stjórnarmenn í sóttkví. Helstu tíðindi voru að kjörinn var nýr formaður Tryggvi Jóhann Heimisson sem tekur við af Rúnari Þór Björnssyni sem hefur veit klúbbnum forystu síðast liðinn 17 ár við góðann orðstír og viljum við þakka honum innilega fyrir hans framlag til siglinga öll þessi ár. Því miður verða  kveðjuhöld að bíða betri tíma.  

Ný stjórn félagsins var einnig kjörin en hana skipa Helga Ösp Bjarkadóttir, Hrönn Ásgeirsdóttir, Kári Ellertsson, Ragnar Rúnar Svavarsson, og nýr inn í aðalstjórn Örn Garðarsson. Varamenn voru kjörnir Hörður Finnbogason, Sigríður Ýr Unnarsdóttir og Rúnar Þór Björnsson. Það er óvænt en gaman að sjá svona mikinn áhuga fyrir því að gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið og ekki annað að heyra en meðlimir Nökkva séu í sóknarhug þessa dagana og bjart sumar framundan.