Ný stjórn Nökkva 2017.

Ný stjórn Nökkva var skipuð á aðalfundi félagsins í gærkveldi. Inn koma tvær öflugar konur, Halla Garðarsdóttir og Helga Bjarkadóttir, Hrönn Ásgeirsdóttir er fyrir í stjórn svo aftur eru fleiri konur en karlar sem stýra Nökkva. Ragnar Rúnar Svavarsson er einnig nýr en formaður er sem áður, Rúnar Þór Björnsson og þá eru þrír Rúnarar í stjórn. Varastjórnina skipa Rúnar A Harðarson og Lilja Gísladóttir. Framhaldsaðalfundur verður þriðjudaginn 28 mars þar sem farið verður yfir reikninga félagsins. Framundan eru spennandi tímar með nýju fólki, framkvæmdir að hefjast og heilt siglingasumar framundan.