Opna Akureyrar- og lokamóti SÍL

Opna Akureyrar og lokamót SÍL fór fram í gær á Pollinum. Þátttaka í mótinu var mjög góð. Keppt var í 5 flokkum Laser Radial, Opnum flokk, Rs Feva, Rs Tera og Optimist. Mikil spenna og fjör var á mótinu og hart barist um hvert verðlaunasæti. Aðstæður til keppni voru góðar þó keppendur hafi aðeins þurft að bíða eftir vindinum en mótið gekk hratt fyrir sig eftir að hann kom. 

Í Rs Tera flokk börðust Magdalena og Þorhildur um fyrsta sætið, Magdalena hafi þó sigur í lokakeppninni og hafi því sigur í flokknum. Marek vann Optimist flokkinn nokkuð örugglega en Högni og Jóhannes börðust hart um silfrið. Endaði það með því að þeir voru jafnir á stigum en Högni tryggði sér silfur með sigri í síðust umferð mótsins. Mahut og Snædís Brynja tryggðu sér gull í Rs Feva flokknum nokkuð þægilega. Aðalstein Jens vann þægilegan sigur i Opna flokknum.  Laser Radial flokkurinn fékk mikla athygli þar sem flest af besta kænu siglingafólki landsins var mætt til leiks. Keppnin endaði með því að nýliðin í flokkum Hólmfríður Gunnarsdóttir hafi sigur gegn margföldum íslandsmeistara Þorláki Sigurðssyni og landsliðskonunni Huldu Hannesdóttir, óvænt úrslit þar á ferð. 

 

Helstu úrslit: Sæti - Nafn- Klúbbur

Optimist 

1. sæti Marek, Þytur 

2. sæti Högni Halldórsson, Brokey 

3. sæti Jóhannes Andreas Þytur

 

Rs. Tera 

1. sæti Magdalena Sulova, Nökkvi 

2. sæti Þórhildur, Nökkvi 

3. sæti Gísli Jóhannsson, Nökkvi  

 

Rs Feva 

1. sæti Mahut Matharel og Snædís Brynja Traustadóttir, Nökkva 

2. sæti Benedikt Orri Árnason og Elias Joaquin Burgos, Ýmir 

3. sæti Helga Haraldsdóttir og Hólmfríður Haraldsdóttir, Ýmir

 

Laser Radial 

1. sæti Hólmfríður Gunnarsdóttir, Brokey 

2. sæti Þorlákur Sigurðsson, Nökkvi 

3. sæti Hulda Lilja Hannesdóttir Brokey

 

Opin flokkur 

1. sæti Aðalsteinn Jens Loftsson Ýmir 

2. sæti Markús Pétursson, Þytur