Krakkarnir á síðasta siglinganámskeiði sumarsins fengu óvænta en skemmtilega heimsókn á síðasta degi námskeiðsins. Hnúfubakur sem hefur verið reglulegur gestur á Pollinum sl. vikur tók sundsprett með námskeiðskrökkunum. Það var ekki amarlegt að enda velheppnað námskeiðs sumar með slíku ævintýri og upplifun. Pollurinn er jú staðurinn sem ævintýrin gerast. Myndina tók Melanie úr hvalaskoðunarskipi sem var á staðnum.