Róið á ný mið - 11.-13. júní - Fljót í Skagafirði

Mæting á Minni-Grindil í Fljótum föstudagskvöldið 11. júní. Sameinumst í bíla eftir því sem Covid reglur heimila.
 
Skráning hér á Korkinum
 
Þessi ferð er farin í samvinnu við kayakdeild Nökkva á Akureyri. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur til að kynnast nýju svæði og byggja upp tengslanet við vini okkar fyrir norðan. Umsjón og upplýsingar veita: Sveinn Muller 844-4240, Lárus 822-4340 og Tryggvi 864-8383.

Gist verður á sama stað báða dagana að Minni-Grindli í Fljótum. Þar er góð tjaldaðstaða en jafnframt hægt að panta uppábúið rúm í húsi. Gistingin er útfærð í samvinnu við Gimbur Guesthouse. Við höfum við aðgang að húsinu, grilli, heitum pott og eldunaraðstöðu.

Fyrri daginn er stefnt er að því að róa um svæðið í kringum Siglufjörð,Héðinsfjörð og Ólafsfjörð en þar er marg að skoða. Þá er stefnt að því að róa um austanverðan Skagafjörð og skoða Þórðarhöfða, Hrolleifshöfða og jafnvel Málmey. Á þessum árstíma sest sólin nær ekki neitt og því einstaklega fallegt á þessum
árstíma.
 
Kayak skal vera hraðskreið og stöðug útgáfa af kayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum og traustum dekklínum allan hringinn. Ferð þessi er opin þátttöku fyrir félöga í Kayakklúbbnum og Nökkva og hafa getu til að takast á við 2ja ára ferð samkvæmt skilgreiningum klúbbsins og að mati fararstjóra.
 
Skilgreining á erfiðleikastigi 2:
Lengri dagsferðir eða dagsferðir um svæði utanalfaraleiðar. Einnig ferðir sem taka fleiri en einn dag ef dagleiðir eru stuttar. Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun og geti róið a.m.k. 20 km á einum degi.
 
Nánar um gistingu:
·        Tjald við Grindil.Verð 2.000 kr. á mann pr. nótt
·        Uppábúið tveggja mannaherbergi. Verð fyrir herbergið er 8.000 kr. nóttin
·        Gimbur Guesthouse áReykjarhól -  https://www.reykjarholl.is  Ennþá laust til útleigu, eldhús, heitur pottur og morgunmatur.  Vissara að panta sem fyrst ef einhverjir ætla að nýta sér þann gistimöguleika
·        Fleiri gistimöguleikareru í nágrenninu svo sem á Sóti Lodge á Sólgörðum og bændagistingin á Brúnastöðum. Eins er er ekki nema hálftíma akstur á Siglufjörð
 

English (with help from Google Translate :-)
Meet at Minni-Grindil in Fljóti on Friday evening 11 June. We unite in cars according to Covid rules.
This trip is made in collaboration with the kayak department of Nökkvi in ​​Akureyri. This is a great opportunity for us to get to know a new area and build a network with our friends up north.

Registration here at Korkurinn

Accommodation will be at the same place both days at Minni-Grindli in Fljóti. There are good tent facilities but it is also possible to order a made-up bed in a house. The
accommodation is developed in collaboration with Gimbur Guesthouse. We have access to the house, barbecue, hot tub and cooking facilities.

The first day is aimed at rowing around the area, Siglufjörður, Héðinsfjörður and Ólafsfjörður, but there is a lot to see. The next day around the eastern part of Skagafjörður and see Þórðarhöfði, Hrolleifshöfði and even Málmey. At this time of year, the sun sets almost nothing and therefore extremely beautiful at this time of year.

The kayak should be a fast and stable version of the kayak with closed waterproof compartments and solid tire lines all around. This trip is an open participation for members of the Kayak Club and Nökkvi and has the ability to handle a difficulty level 2 according to the club's definitions and in the opinion of the tour guide.

Definition of difficulty level 2:
Longer day trips or day trips around areas off the beaten track. Also trips that take more than one day if day trips are short. Minimum competency requirements: That participants have practiced social rescue and can row a.m. 20 km in one day.
 
More about accommodation:
• Tent by Grindil. Price ISK 2,000 per person pr. night
• Equipped double room. The price for the room is 8,000ISK. the night
• Gimbur Guesthouse in Reykjarhóll -https://www.reykjarholl.is Still available for rent, kitchen, hot tub and breakfast. It is safer to book as soon as possible if someone is going to take advantage of this accommodation option
• There are more accommodation options nearby, such as Sóti Lodge in Sólgörður and the farm accommodation in Brúnastaðir. Currently it is only a half hour drive to Siglufjörður

Höfundur Sveinn Muller