Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2024. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar.
Á báðum þessum námskeiðum er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.
10 tíma námskeið þar sem kennt er í 2-3 klst í senn. Kennslan fer fram á Paradís sem er Hunter 25 feta seglbátur í eigu Nökkva. Námskeiðstíminn er 1-2 vikur eftir því hvernig vindar blása. Mögulegt er að taka námskeiðið á skemmri tíma í samráði við kennara. Fjöldi nemenda um borð er 2-3 ásamt kennara.
Verð: 55.000-
Upplýsingar og skráning: Tryggvi Heimisson 898-3325 / siglingaklubburinn@gmail.com
Tveggja sólarhringa námskeið þar sem farið er í siglingu um Eyjafjörð og búið um borð í skútunni. Æskilegur fjöldi þátttakenda er 3-5 á hvert námskeið. Kennt er á 42 feta Bavaria skútu þar sem vel fer um allt að 7 manns. Innifalið er uppábúið rúm og allur matur til ferðarinnar.
Þetta námskeið er ekki síður hugsað til að gefa fólki kost á að upplifa skútulífið hvort heldur sem er algerlega óvanir siglingamenn eða þeir sem einhverja reynslu hafa og vilja undirbúa sig fyrir skútuprófið.
Leiðbeinendur leggja áherslu á að ferðalagið verði ánægjulegt og að skipverjar upplifi örugga og skemmtilega siglingu á Eyjafirði með viðkomu í hinum ýmsu höfnum.
Dagsetningar í boði:
31. maí-2. júní og 12.-14. júní eða samkvæmt samkomulagi.
Verð: 89.000-
Upplýsingar og skráning: Kári Ellertsson s. 891-6299 / kari@akmennt.is