Sjókayaknámskeið 23. og 24. maí

Haldin verða kajaknámskeið á eftirtöldum dögum: 23. og
24. maí við aðstöðu Nökkva á Akureyri.
Í boði verða byrjenda og framhaldsnámskeið. Hvort
námskeið um sig stendur í 3-4 klukkutíma og er kennt frá kl.
10 til 13 fyrir byrjendur og 14 til 17 fyrir framhald.
Lágmarksfjöldi á námskeið er 4.
Gjaldið er 15.000 kr per mann.
Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Magga í síma 892-5240 eða msigsmidur@gmail.com

Byrjendanámskeið
Þar förum við í gegnum allan grunninn: hvað er kajak, grunnáratök, bjarganir og
búnaður.
Búnaður innifalinn en einnig hægt að koma með eigin bát og búnað.
Framhaldsnámskeið
Þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði og búnir að ná
góðum tökum á grunninum.
Þarna förum við í frekari áratækni þar sem þið lærið stern rudder, bough rudder og
hanging draw. Þetta eru þessi fancy áratök sem þið hafið séð hjá reyndari ræðurum
og væri gaman og mjög gagnlegt að kunna.
Við förum dýpra í bjarganir, sjálfsbjarganir og notkun dráttarlínu.
Búnaður innifalinn en einnig hægt að koma með eigin bát og búnað.
Covid 19
Námskeiðin eru haldin utandyra við aðstöðu Nökkva. Búnaður er hreinsaður eftir
hvert námskeið. Auðvelt er að halda 2 metra reglu á þessum námskeiðum, þar sem
það er nóg pláss í náttúrunni. Ef fólk finnur fyrir einhverjum einkennum fyrir
námskeið, biðjum við það vinsamlegast að koma ekki á námskeiðsdag heldur bóka
nýja dagsetningu.