Skyndihjálparnámskeiðinu frestað til 9.-10. apríl

Námskeiðið er næstum því fullt en pláss er fyrir 3 í viðbót ef einhver vill bætast við.

Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
Námskeiðið verður sérsniðið að þörfum félagamanna Nökkva og annara þátttakanda. Við skráningu getið þið komið með ósk um ákveðna þætti sem þið viljið að farið sértaklega vel yfir. 
 
Hvenær: 9. & 10. apríl frá kl 10-16 báða daga.
Staðsettning: Nökkvahöllin, Drottningarbraut
 
Verð fyrir félagsmenn Nökkva: 15.000 kr
Almennt verð: 18.000 kr
 
Skráning - sigrun@agndofa.is | sími 820 4808
15 manna fjöldatakmörk.