Vegleg gjöf frá Slysavarnardeild Akureyrar

Slysavarnardeild Akureyrar hefur staðið vel bak við siglingaklúbbinn gegnum árin og stutt við slysavarnir og öryggi hjá okkur. Á dögunum kom deildin í heimsókn að kíkja á nýju aðstöðuna. Færðu þau að gjöf í leiðinni nýjan sjúkrakassa, plástra box, og fullkomið hjartastuðtæki. Klúbburinn er virkilega þakklátur fyrir þessa veglegu gjöf sem hefur verið komið fyrir í sal siglingahallarinnar. Þökkum kærlega fyrir okkur. 

Hjartastudtaeki og sjúkrakassar

plastabox