Stefnumótunar og aðalfundur Nökkva

Aðalfundur Nökkva var haldinn á dögunum og var vel sóttur. Hann hófst á stefnumótunarfundi sem heppnaðist með ágætum, margar hugmyndir komu fram um hvað félagar í Nökkva vilja sjá í framtíðinni.  Nú er það verkefni stjórnar að vinna úr hugmyndunum og koma í stefnu félagsins. Eftir stefnumótunarfundinn tóku við venjuleg aðalfundastörf eftir lögum félagsins. Ársreikningur og skýrsla stjórnar voru samþykkt einróma, félagið stendur vel fjárhagslega sem gefur félaginu tækifæri til að þróa starf sitt  áfram. Stjórn og formaður voru endurkosinn með minniháttar breytingum. Stjórn félagsins skipa Tryggvi J. Heimisson, Ragnar Rúnar Svavarsson, Sigrún Aradóttir, Tryggvi Már Ingvasson, Hörður Finnbogason  og varamenn Yngvi Pétursson og Kári Ellertsson

Miðað við stemminguna á fundinum má búast við viðburðaríku og skemmtilegu sumri.