Tilkynning um keppni Akureyrar- og lokamót SÍL

 

Akureyrar- og lokamót kæna 2020 

 29. ágúst á Akureyri

Siglingaklúbburinn Nökkvi

Tilkynning um keppni 

 

1. Reglur 

Keppt verður samkvæmt:

a. Kappsiglingareglum ISAF 

b. Kappsiglingareglum SÍL 

c. Kappsiglingafyrirmælum mótsins

 

2. Auglýsingar

a. Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt ISAF reglugerð 20 um auglýsingar b. Auglýsingar sem keppnishaldari útvegar kann að þurfa að sýna á bátum eða búnaði

 

3. Þátttökuréttindi 

Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppnisreglum SÍL. Keppt verður í eftirfarandi flokkum ef næg skráning fæst

a. Optimist  

b. RS Tera  

c. Laser Standard 

d. Laser Radial 

e. Laser 4.7

f. RS Feva

e. keppnistjóri getur bætt opnum flokk við ef þurfa þykkir.4. Skráning 

Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir  25. ágúst með tölvupósti á siglingaklubburinn@gmail.com. Taka þarf fram nöfn keppenda, seglanúmer, bátategund og félag sem keppt er fyrir. Þó er hægt að skrá allt fram að skipstjórafundi, þá hækkar þátttökugjald.

 

5. Þátttökugjald 

Þátttökugjald á hvern keppanda er 2000. Kr Gjaldið hækkar í kr. 3000 ef skráning berst eftir Mánudaginn 25.ágúst. Gjald greiðist á reikning: 0162-26-4231 kt. 450979-0319.6. Tímaáætlun 

29. ágúst: Skipstjórafundur kl. 9.30. Fyrsta viðvörunarmerki kl. 10.30. Ekki verður ræst eftir kl. 16:30 (stefnt að 1-4umferðum)

30. Ágúst er varadagur ekki næst að sigla á laugardegi.

 

7. Kappsiglingafyrirmæli 

Siglingafyrirmæli verða birt á tilkynningartöflu á mótsstað.

 

8. Keppnissvæði 

Keppt verður á Pollinum við Akureyri.

 

9. Keppnisbraut 

Keppnisbraut geta verðið eftirfarandi: Þríhyrningsbraut, Þríhyrningsbraut með pylsu, beiting-lens-beiting braut, Pylsa með hliði neðst eða Trapizubraut með eða án pylsu eða samkvæmt ákvörðun keppnisstjórnar. Brautum verður nánar lýst í kappsiglingafyrirmælum.

 

10. Stigakerfi 

Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum. Ef kepptar verða þrjár eða færri umferðir, reiknast allar til stiga, annars kastar hver keppandi sinni lökustu keppni.

 

11. Verðlaun 

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum flokki.  Efsti keppandi frá Nökkva í hverjum flokk er krýndur félagsmeistari.

 

12. Verðlaunaafhending 

Verðlaunaafhending fer fram strax og úrslit verða ljós að lokinni síðustu umferð mótsins.

 

13. Ábyrgð 

Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4. ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.

 

14. Þjálfara- og öryggisbátar

Óskað er eftir að félög sem senda keppendur yngri en 18. ára til keppni leggi til a.m.k. einn mann til að aðstoða við öryggisgæslu, jafnvel einn öryggisbát ef aðstæður leyfa. Þjálfara- og öryggisbátar skulu halda sér utan brautar og mega ekki hafa samskipti við keppendur þannig að það hafi áhrif á úrslit keppninar.

 

Talstöðva samskipti fara fram á rás 87

 

15. Sóttvarnarreglur

Keppendur, þjálfarar, starfsmenn, aðstandendur og áhorfendur eru beðnir að virða reglur um sóttvarnir vegna covid-19 í hvívetna. 

 

16. Veðuraðstæður

Miðað er við að keppni fari fram í  ekki minna en 2 m/sek og ekki meiri en 10 m/sek. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að taka tillit til veðuraðstæða eins og skyggni og þessháttar þegar start er ákveðið.

 

Frekari upplýsingar 

Frekari upplýsingar fást hjá Tryggva J. Heimissyni  með tölvupósti á siglingaklubburinn@gmail.com

Siglingaklúbburinn Nökkvi Akureyri Drottningarbraut – 600 Akureyri Reikn. 0162-26-4231 Kt.450979-0319