Upplýsingar fyrir börn á námskeiðum Nökkva

Hvert námskeið er ein vika, virka daga 3 tíma í senn. Frá 9-12 f.h. eða 13-16 eftir hádegi allt eftir skráningu. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 8-15 ára. Hjá yngsta árinu þarf þó að taka tillit til kjarks og líkamlegrar getu. Börn geta tekið þátt í eins mörgum námskeiðum og þau vilja yfir sumarið. Viðfangsefni eru siglingar, kajakróður og fleiri verkefni sem tengjast sjómennsku t.d. hnútakennsla.

Dagskráin er yfirleitt nafnakall- skipt í hópa eftir viðfangsefnum-farið að sigla-nesti-meiri siglingar og kannski smá sull í lok námskeiðsdags-útskráning og brottför. Athugið veður hefur áhrif á dagskrána.

Krakkarnir koma með nesti og aukaföt, húfu, best er að vera í vindstakk eða pollagalla og stígvélum. Blaut eða þurrgallar eru bestir fyrir þau sem eru orðnir svolítið vanari og farinn að sigla meira, þau sem eru í blautgöllum ættu að hafa með sér vindstakk þar til að vera í kaldari veðrum. Nauðsynlegt er að vera í góðum undirfötum ef notaður er þurrgalli.