Uppskeruhátíð Nökkva sunnudaginn 8. okt. 2017

Sunnudaginn 8. okt nk. höldum við siglingafólk Nökkva uppskeruhátíð í Íþróttahöllinni kl 18. Einig er þetta afmælishátíð klúbbsins þar sem Nökkvi, áður Sjóferða félag Akureyrar, var stofnað 8.okt 1963.
Sumarið var annasamt hjá okkur í Nökkva, byrjum snemma og mikil aðsókn í námskeið klúbbsins allt sumarið til 18 ágúst. Héldum veglegar æfingabúðir á Akureyri, fórum á íslandsmótið með 22 þátttakendur og áttum íslandsmeistara í öllum flokkum. Akureyrarmótið var haldið í byrjun sept sl og met þátttaka þar eða 26. Gíróseðlar fyrir félagsgjöldum verða sendir út næstu daga og vonum við að félagar verði duglegir að greiða. Framundan er útboð á nýja bátahúsi klúbbsins og vonum við að í ágúst 2018 verði hægt að vígja fyrsta hluta áfangans á Íslandsmótinu sem Akureyringar halda að ári.