Fréttir

Siglinganámskeið fyrir fullorðna á kjölbátum.

Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2023. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar. Á báðum þessum námskeiðum er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.

Þjálfaranámskeið í siglingum.

Haldið verður þjáflaranámskeið í siglingum dagana 20-23. apríl. Rob Holden mun sjá um námskeiðið. Verð á námskeiðið er íkr 25.000,- Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér. Námskeiðið hefst í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg 6 í Laugardalnum í Reykjavik. Ef þíð hafið frekari spurningar endilega sendið tölvupóst á skrifstofu sambandsins- sil@silsport.is Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjaldi hjá Nökkva fyrir þau sem þar starfa.