Fréttir

Starf í boði hjá Nökkva

Starf í boði hjá Nökkva Siglingaklúbburinn Nökkvi leitar að umsjónarkonu/manni með barnanámskeiðum félagsins sumarið 2024. Um er að ræða 90-100% starf eftir samkomulagi á tímabilinu 1. Júní til a.m.k. mánaðarmóta júlí- ágúst eða 16 ágúst. Við leitum að ábyrgum einstakling 23 ára eða eldri sem á auðvelt með samskipti við börn og unglinga, getur unnið sjálfstætt og brennandi áhuga á útivist. Þekking og reynsla á siglingum og sjósportum er kostur. Þekking á Sportabler kostur. Umsjónaraðili starfar í samstarfi við yfirþjálfara, þjálfara og formann félagsins. Góð starfskjör í boði. Umsóknarfrestur til 13 maí. Upplýsingar veitir Tryggvi formaður Nökkva í síma 898-3325 eftir kl. 14 eða siglingaklubburinn@gmail.com sendið umsókn á þetta netfang.