Fréttir

Daði Jón Hilmarsson tekur þátt í EM liðakeppni á Rs Aero

Daði Jón hóf í dag keppni á Evrópumóti ungmenna í liðakeppni á Rs Aero bátum sem haldið er í Cagliari á Sardinia. Samkvæmt fréttum gengu æfingar vel í gær og hófst keppni nú í morgun. Liðkeppi í siglingum fer þannig fram að tveir keppa saman í liði þau etja síðan kappi við annað lið það lið sem endar með annan keppenda sinn í síðasta sæti dettur út.

Akureyrar og lokamót SÍL 2022 úrslit.

Akureyrar og lokamót SÍL á kænum var haldið laugardaginn 27. ágúst. Keppt var í 5 flokkum og alls mættu 31 keppandi til leiks. Aðeins þurfti að bíða eftir vindinum til að hefja keppni en hafgolan kom að lokum til að gera gott mót. Alls voru sigldar 5 umferðir sem tókust allar vel og sýndu keppendur sínar allra bestu hliðar.

Akureyrar- og lokamót SÍL 2022

Tilkynning um keppni er nú aðgengileg.

Íslandsmót í siglingum á kænum 2022

Íslandsmót í siglingum á kænum fór fram í Hafnarfirði 4-6 ágúst. Aðstæður til keppni voru ágætar, góður vindur 2 fyrstu daganna en því miður enginn vindur 3 daginn sem truflaði þó ekki gleði keppenda. Nökkvi sendi keppendur í til keppni í 3 flokkum af 4 sem keppt var í Rs Teva, Optimist og ILCA 6. Þorlákur Sigurðsson frá Nökkva varð íslandsmeistari í ILCA 6 flokk með glæsibrag vann allar umferðir mótsins og Kveldúlfur Snjóki Gunnarsson Nökkva varð íslandsmeistari á Rs Tera. Aðrir keppendur stóðu sig einnig vel. Elisabet Ósk Jónsdóttir var 2. í Rs Tera og Olaf Gnidziejko var í 3. sæti og Þórir Steingrímsson 4. í sama flokk. Mahaut Ingiríður Matharel varð 6. í Optimist flokk.

Íslandsmót í siglingum á kænum 2022

Íslandsmót í siglingum á kænum fór fram í Hafnarfirði 4-6 ágúst. Aðstæður til keppni voru ágætar, góður vindur 2 fyrstu daganna en því miður enginn vindur 3 daginn sem truflaði þó ekki gleði keppenda. Nökkvi sendi keppendur í til keppni í 3 flokkum af 4 sem keppt var í Rs Teva, Optimist og ILCA 6. Þorlákur Sigurðsson frá Nökkva varð íslandsmeistari í ILCA 6 flokk með glæsibrag vann allar umferðir mótsins og Kveldúlfur Snjóki Gunnarsson Nökkva varð íslandsmeistari á Rs Tera. Aðrir keppendur stóðu sig einnig vel. Elisabet Ósk Jónsdóttir var 2. í Rs Tera og Olaf Gnidziejko var í 3. sæti og Þórir Steingrímsson 4. í sama flokk. Mahaut Ingiríður Matharel varð 6. í Optimist flokk.

Skráning hafin á siglinganámskeið barna.

Skráning er hafin á hin sívinsælu siglinganámskeið barna. Fyrsta námskeið hefst 7. júní n.k. Nökkvi notast nú við Sportabler síðuna fyrir allar skráningar hjá félaginu á slóðinni: sportabler.com/shop/nokkvi Frekari upplýsingar má sjá hér. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á siglingaklubburinn@gmail.com

Siglingaæfingar og Nökkva æfingabúðir 21-22 maí.

Nú stefnir í að veðrið fari að verða okkur hliðhollt. Við byrjum þetta af krafti, það verða æfingar mánudaginn 16. maí og miðvikudaginn 18. maí klukkan 16.30(mæting) á sjó kl. 17.00 síðan verður stefnt á æfingabúðir í Nökkva 21-22 maí kl. 09:30 til 16.00. Þjálfari verður Hörður Finnbogasson sem meðal annars hefur starfað fyrir Nökkva og þjálfað landslið Íslands í siglingum. Hvetjum alla til að nýta þessar æfingar og koma sér í siglingagírinn.

Vegleg gjöf frá Slysavarnardeild Akureyrar

Slysavarnardeild Akureyrar hefur staðið vel bak við siglingaklúbbinn gegnum árin og stutt við slysavarnir og öryggi hjá okkur. Á dögunum kom deildin í heimsókn að kíkja á nýju aðstöðuna. Færðu þau að gjöf í leiðinni nýjan sjúkrakassa, plástra box, og fullkomið hjartastuðtæki. Klúbburinn er virkilega þakklátur fyrir þessa veglegu gjöf sem hefur verið komið fyrir í sal siglingahallarinnar. Þökkum kærlega fyrir okkur.

Siglinganámskeið fyrir fullorðna

Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2022. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar. Á báðum þessum námskeiðum er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.

Fræðslukvöld 20. apríl - Viðgerðir á trefjaplasti

Fræðslukvöld þar sem Siggi Bald kemur til okkar með fræðslu og sýnir viðgerðir á trefjaplasti. Opið öllum sem vilja kynna sér vinnu við trefjaplasti.