Fréttir

Skráning á siglinganámskeið hafinn.

Skráning á siglinganámskeið Nökkva er hafinn. Skráning fer fram í Nóra iba.felog.is Þar er hægt að skrá stakar vikur 13000 kr, kaupa 4 vikur á 39000 kr eða allt sumarið á 60000 kr. allt eftir þvi hvað hentar. Nánari upplýsingar eru hér á síðunni Barnanámskeið eða á siglingaklubburinn@gmail.com

Róið á ný mið - 11.-13. júní - Fljót í Skagafirði

Mæting á Minni-Grindil í Fljótum föstudagskvöldið 11. júní. Sameinumst í bíla eftir því sem Covid reglur heimila. Skráning hér á Korkinum Þessi ferð er farin í samvinnu við kayakdeild Nökkva á Akureyri. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur til að kynnast nýju svæði og byggja upp tengslanet við vini okkar fyrir norðan. Umsjón og upplýsingar veita: Sveinn Muller 844-4240, Lárus 822-4340 og Tryggvi 864-8383. Gist verður á sama stað báða dagana að Minni-Grindli í Fljótum. Þar er góð tjaldaðstaða en jafnframt hægt að panta uppábúið rúm í húsi. Gistingin er útfærð í samvinnu við Gimbur Guesthouse. Við höfum við aðgang að húsinu, grilli, heitum pott og eldunaraðstöðu. Fyrri daginn er stefnt er að því að róa um svæðið í kringum Siglufjörð,Héðinsfjörð og Ólafsfjörð en þar er marg að skoða. Þá er stefnt að því að róa um austanverðan Skagafjörð og skoða Þórðarhöfða, Hrolleifshöfða og jafnvel Málmey. Á þessum árstíma sest sólin nær ekki neitt og því einstaklega fallegt á þessum árstíma.