Fréttir

Félagið fjárfesti í nýjum kennslubát.

Nökkvi keypti á dögunum nýjan kennslubát RS Quest, félagið naut stuðings frá KEA og Íþróttasjóði Ríksins. Báturinn er mjög stöðugur og hentar mjög vel til kennslu á öllum aldurstigum en mun sérstaklega bæta möguleika félagsins í kennslu fyrir unglinga og ungmenni.

Nökkvi verður Fyrirmyndafélag ÍSÍ

Það var gleðistund við nýja hús Nökkva sem rís örhratt þessa dagana, þegar Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ var mættur að afhenda formanni Nökkva, Tryggva Jóhanni viðurkenninguna fyrirmynda félag innan ÍSÍ. Þetta er stór áfangi fyrir klúbbinn og frábært veganesti í framtíðaruppbyggingu siglingasportsins hér á Akureyri. Einnig væri gaman fyrir siglingafólk klúbbsins og áhugafólk um okkar uppbyggingu að fylgjast með á morgun, laugardaginn 12 des, þegar stóru einingarnar verða hífðar upp og húsið fer að mótast í öllum sínum tilkomuleika. Frétt og mynd. Rúnar Þór

Byrjað að reisa siglingahöllina

Starfsmenn Sigurgeirs Svavarssonar ehf. hófu í morgun að reisa veggeiningar nýja Nökkvahúsins. Bryrjað var á þeim hluta þar sem búningsaðstað verður. Hraði framkvæmda nú í desember mun ráðast af veðrinu. Þannig að nú vonumst við eftir hagstæðu veðri næstu vikur svo allt gangi að óskum.