Fréttir

Góð aðsókn á fyrstu kajaknámskeið sumarsins

Fyrstu sjókajaknámskeiðum sumarsins lokið. Þóttu þau takast vel og var aðsókn góð. Vonir standa til að þetta hleypi nýju lífi í kajak iðkunn við Eyjafjörð. Stefnt er að hafa félagsróður á laugardagsmorgnum í sumar kl. 10.00 frá Höefnersbryggju, félagssvæði Nökkva. Mæting klukkan kl. 9.30. Hér er kjörið fyrir þau sem hafa klárað byrjenda námskeið eða gamla kajakmenn róa við gott öryggi og í góðum félagsskap.

Verum félagar í Nökkva, byggjum sterkt félag.

Nú hafa greiðsluseðlar fyrir félagsgjald 4000 kr. verið send á alla félaga Nökkva. Félagsgjaldið hefur er hugsað til að standa straum að því að vinna að betri aðstöðu fyrir sjósport á Pollinum, sem fellst bæði í uppbygginu aðstöðu og hagsmunagæslu. Einnig fá félagar afslátt af leigu á búnaði, aðgang að búningsaðstöðu. Einnig er hægt að greiða Aðstöðugjald sem nú er á tilboði út júní 15.000 kr.(félagsgjald inn í því) við það fæst aðgangur að kajökum, seglbrettum og skútum félagsins án frekara gjalds. Hægt er að klára greiðslu þess með því að leggja inn á reiking Nökkva: Reikningsnúmer 0162-26-004231 kennitala 450979-0319 sendið kvittun á nokkvi.gjaldkeri@gmail.com

Gjöf frá Straumrás

Nú á dögunum færði Straumrás klúbbnum veglega gjöf. Kamasa verkfæraskáp troðfullann af vönduðum verkfærum. Þessi gjöf kemur sér vel í starfi klúbbsins þar sem það þarf góð verkfæri til að sinna viðhaldi á tækjum félagsins. Félagar í Nökkva þakka Straumrás kærlega fyrir þessa rausnalegu gjöf.

Sjókayaknámskeið 23. og 24. maí

Haldin verða kajaknámskeið á eftirtöldum dögum: 23. og 24. maí við aðstöðu Nökkva á Akureyri. Í boði verða byrjenda og framhaldsnámskeið. Hvort námskeið um sig stendur í 3-4 klukkutíma og er kennt frá kl. 10 til 13 fyrir byrjendur og 14 til 17 fyrir framhald. Lágmarksfjöldi á námskeið er 4. Gjaldið er 15.000 kr per mann. Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Magga í síma 892-5240 eða msigsmidur@gmail.com

Æfingar hjá Nökkva í maí

Hér er hægt að sjá hvenær æfingar verða í maí þangað til þær færast á fasta æfingatíma í sumar. Veður getur haft áhrif á áætlunina.