Fréttir

Akureyrar og lokamót SÍL 2023

Akureyrar og lokamót kæna 26. ágúst 2023 á Akureyri Haldið af Siglingaklúbbnum Nökkva Tilkynning um keppni

Siglingarnámskeið 2023 kveðja

Miðsumarmót kæna 1. Júlí 2023

Hér er tilkynning um keppni á miðsumarmóti SÍL sem er á lokadegi Æfingabúða SÍL sem haldnar verða frá 27. Júní til 1.Júlí.

Fundur hjá æfingahóp.

Nú er sumarið að byrja og á miðvikudaginn 24. maí ætlum við að hafa fund fyrir krakkana sem verða með okkur í sumar. MIKILVÆGT er að mæta, þar sem við ætlum að fara yfir skipulag sumarsins (og þá sérstaklega þau sem eru í vinnu í sumar) Fundurinn verður kl 16:30 í Nökkva Hlakka til að sjá sem flesta 😁⛵️

Fyrsta siglingakeppni sumarsins.

Fyrsta Þriðjudagskeppni sumarsins fór fram í dag við topp aðstæður á Pollinum. Flestir fremstu kjölbátasiglarar Akureyrar tóku þátt. Áhöfnin á Nönnu fagnaði sigri eftir hörku keppni. Keppni var flýtt um einn dag vegna þar sem búsist var við logni á þriðjudeginum.

Nökkvi plokkar

Nokkrir félagar í Nökkva hittust og plokkuðu fjörur í kringum Nökkva. Því miður var nóg af rusli eftir veturinn.

Siglingakaffi

Það viðraði vel á siglingamenn fyrir kaffispjall á svölunum í dag. Stemningin var góð og spenningur fyrir næstu mánuðum.

Siglinganámskeið fyrir fullorðna á kjölbátum.

Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2023. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar. Á báðum þessum námskeiðum er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.

Þjálfaranámskeið í siglingum.

Haldið verður þjáflaranámskeið í siglingum dagana 20-23. apríl. Rob Holden mun sjá um námskeiðið. Verð á námskeiðið er íkr 25.000,- Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér. Námskeiðið hefst í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg 6 í Laugardalnum í Reykjavik. Ef þíð hafið frekari spurningar endilega sendið tölvupóst á skrifstofu sambandsins- sil@silsport.is Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjaldi hjá Nökkva fyrir þau sem þar starfa.

Félagsgjöld

Nú er nýtt tímabil er að hefjast 1. apríl búið er að opna fyrir greiðslu félagsgjalda, ásamt aðstöðu- og geymslugjöldum. Greitt er inn á sportabler.com/shop/nokkvi Sportabler heldur jafnframt utan um félagatal Nökkva, þannig að við biðjum þau sem eru nú þegar félagar og vilja vera það áfram að borga gjaldið inn á Sportabler og styðja þannig áframhaldandi uppbygginu félagsins. Smá saman er síðan stefnt að því að öll félags- aðstöðu og geymslugjöld miðist við 1. apríl. Kveðja Stjórn Nökkva