Fréttir

Námskeið í skyndihjálp

Skyndihjálp - 12 klukkustundir í samstafi við Rauða krossinn. Námskeiðið er ætlað öllum, 14 ára eða eldri sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Námskeiðið verður sérsniðið að þörfum félagamanna Nökkva og annara þátttakanda. Við skráningu getið þið komið með ósk um ákveðna þætti sem þið viljið að farið sértaklega vel yfir.

Aðalfundur Nökkva

Aðalfundur Nökkva verður haldinn 22. febrúar 2022 í félagsheimili Nökkva kl. 18.00 Venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins: Framboð til stjórnar og nefnda, lagabreytingar og önnur mál sendist til stjórnar. Tillögur um lagabreytingar þurfa að hafa borist 14 daga fyrir fund. Kveðja Stjórnin

SUP- og kajakæfingar í Glerárlaug í vetur.

Róðradeild Nökkva hefur fengið aðgang að Glerárlaug einu sinni í viku fram að vori. Tímarnir skipast á milli tveggja hópa, SUP hópur & Kajak hópur. Æfingarnar verða á þriðjudagskvöldum frá kl 21:00-22:00. SUP hópurinn æfir þriðjudagana 11. jan, 25. jan, 8. feb, 22. feb, 8. mars, 22. mars, 5. apríl og 19. apríl. Sjá nánari upplýsingar í FB viðburði SUP hópsins.