Fréttir

Vetrarstarfið hafið.

Vetrarstarf Nökkva í nýju húsnæði hófst með sunnudagskaffi kjölbátafólks þar sem rætt var allt milli himins og jarðar tengt siglingum. Næsta á dagskrá er svo félagsfundur á fimmtudaginn n.k. klukkan 20.00. Hvetjum alla til að mæta sem áhuga hafa á útivist á Pollinum. Þó skal því haldið til haga að róðrardeildinn heldur áfram sjósókn yfir veturinn þegar veður leyfir.

Alþjóðlegt siglingamót á einsmanns seglbátum á Akureyri dagana 21-24. ágúst 2022

Akureyrar- og lokamót SÍL

Hér er tilkynning um keppni á Akureyrar- og lokamóti á kænum 2021.

Velheppnuðu Íslandmóti á Pollinum lokið

Íslandmótinu í siglingum á kænum lauk á laugardaginn. Þátttakendur voru 37 í fimm flokkum. Sigldar voru 7 umferðir á tveim dögum við góðar aðstæður og get mótið í alla staði vel fyrir sig þrátt fyrir sóttvarnartakmarknir. Keppendur Nökkva stóðu sig vel, þau voru mörg að þreytta frumraun sinni á Íslandsmóti og eigum við væntalega eftir að sjá meira frá þeim í framtíðinni.

Íslandsmótið í siglingum 5-8 ágúst 2021

Íslandsmótið verður haldið samkvæmt áætlun kl. 13.00 föstudag. Þó innan þeirra takmarkana sem settar eru í reglum um keppnishald. Það sem breytist er að fyrirhuguð grillveisla verður slegin af og ekki boði upp á neinar aðrar veitingar. Einnig er mikilvægt að keppendur og áhorfendur virði reglur og anda þeirra.

Til hamingju Nökkvi

Sigurgeir Svavarsson verktaki afhenti formanni Nökkva lyklana að nýju húsi félagsins á hádegi í dag. Þetta er stór dagur fyrir Nökkva enda búið að bíða lengi eftir góðri aðstöðu fyrir siglinga- kjak- og róðrafólk og öðru sjóportáhugafólki. Stjórn Nökkva vill þakka verktökum, hönnuðum, starfsfólki Akureyrarbæjar og bæjarfulltrúum sem hafa gert þetta að veruleika. Hér er hugsað stórt og vandað til verks og óhætt að segja að allir sem að þessu koma geti verið stoltir af framkvæmdinni.

Nökkvadagur 10 júlí.

Nú er komið að hitting í Nökkva milli kl. 11 og 14. 10 júlí. Skútur, kajak og jafnvel seglbretti. Nú er tækifærið til að kynnast klúbbunum.

Íslandsmót á kænum daganna 5-8. ágúst 2021

Tilkynning um keppni. Klikkið á fréttina til að sjá allar upplýsingar.

Æfingabúðir SÍL á Húsavík (Uppfært)

Æfingabúðir á Húsavík 27. júní til 1.júlí 2021. Æfingabúðamót 2.-3. júlí 2021 Dagskráin byrjar á mánudag 28. júní eftir hádegi og æft verður alla daga fram á fimmtudag en á föstudag og laugardag verður æfingabúðamót. Nánari dagskrá er að finna hér á eftir. Áríðandi er að fólk skrái sig fyrir þriðjudaginn 22. júní 2021. Nauðsynlegt er að skrá umsjónamenn/fararstjóra, þjálfara og þátttakendur

Upplýsingar fyrir börn á námskeiðum Nökkva

Hvert námskeið er ein vika, virka daga 3 tíma í senn. Frá 9-12 f.h. eða 13-16 eftir hádegi allt eftir skráningu. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 8-15 ára. Hjá yngsta árinu þarf þó að taka tillit til kjarks og líkamlegrar getu. Börn geta tekið þátt í eins mörgum námskeiðum og þau vilja yfir sumarið. Viðfangsefni eru siglingar, kajakróður og fleiri verkefni sem tengjast sjómennsku t.d. hnútakennsla. Dagskráin er yfirleitt nafnakall- skipt í hópa eftir viðfangsefnum-farið að sigla-nestir-meiri siglingar og kannski smá sull í lok námskeiðsdags-útskráning og brottför. Krakkarnir koma með nesti og aukaföt, best er að vera í vindstakk eða pollagalla og stígvélum. Blaut eða þurrgallar eru bestir fyrir þau sem eru orðnir svolítið vanari og farinn að sigla meira, þau sem eru í blautgöllum ættu að hafa með sér vindstakk þar til að vera í kaldari veðrum. Nauðsynlegt er að vera í góðum undirfötum ef notaður er þurrgalli.