Fréttir

Árskýrsla Nökkva 2020

Starfsárið 2020 var þrátt fyrir fordómalausa tíma gott ár í sögu klúbbsins. Hæst fer að loksins hófst bygging á nýju aðstöðuhúsi fyrir klúbbinn sem hefur verið draumur félagsmanna frá stofnun þess. Nýr formaður og stjórn tók við á síðast aðalfundi félagsins í mars 2020. Fundurinn var haldin í skugga covid-19 faraldursins þannig að þann var heldur fámennur. Rúnar Þór Björnsson hætti sem formaður því miður var hann í sóttkví og gat því ekki mætt svo hægt væri að þakka honum fyrir unnin störf. En félagar Nökkva þakka honum innilega fyrir vel unninn störf í þágu félagsins. Nýr formaður Tryggvi Jóhann Heimisson tók við en ásamt honum tóku sæti í stjórn Ragnar Rúnar Svavarsson, Kári Ellertsson, Hrönn Ásgeirsdóttir, Helga Bjarkardóttir, Örn Garðarsson og til vara Hörður Finnbogason, Rúnar Þór Björnsson og Sigríður Unnarsdóttir

Aðalfundur Nökkva

Aðalfundur Nökkva verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar 2021 klukkan 18.00 í Íþróttahöllinni við Skólastíg, gengið inn að sunnan. Venjuleg aðalfundastörf. Þau sem vilja koma málum á framfæri eða bjóða sig fram í trúnaðarstörf hafið samband við formann félagsins.