Fréttir

Akureyrar- og lokamót SÍL

Hér er tilkynning um keppni á Akureyrar- og lokamóti á kænum 2021.

Velheppnuðu Íslandmóti á Pollinum lokið

Íslandmótinu í siglingum á kænum lauk á laugardaginn. Þátttakendur voru 37 í fimm flokkum. Sigldar voru 7 umferðir á tveim dögum við góðar aðstæður og get mótið í alla staði vel fyrir sig þrátt fyrir sóttvarnartakmarknir. Keppendur Nökkva stóðu sig vel, þau voru mörg að þreytta frumraun sinni á Íslandsmóti og eigum við væntalega eftir að sjá meira frá þeim í framtíðinni.

Íslandsmótið í siglingum 5-8 ágúst 2021

Íslandsmótið verður haldið samkvæmt áætlun kl. 13.00 föstudag. Þó innan þeirra takmarkana sem settar eru í reglum um keppnishald. Það sem breytist er að fyrirhuguð grillveisla verður slegin af og ekki boði upp á neinar aðrar veitingar. Einnig er mikilvægt að keppendur og áhorfendur virði reglur og anda þeirra.