27.06.2025
Hér er gjaldskrá Nökkva:
Leiga. Almennt verð.
Kajak 3500 kr klst
Árabátur 5000 kr klst
Seglbretti 4000 kr klst
Seglbátur 4000 kr klst
Tveggjamanna Kajak 5000 kr klst
25.04.2025
Siglingaklúbburinn Nökkvi stendur fyrir námskeiðum í skútusiglingum fyrir fullorðna sumarið 2025. Þessi námskeið eru góður undirbúningur fyrir þá sem hafa hugsað sér að taka verklegt skútusiglingapróf í skemmtibátanámi Tækniskólans sem og þá sem vilja bara prófa skútusiglingar sér til skemmtunar.
Á námskeiðunum sem kennd eru á 25 feta og 42 feta bátana er farið yfir alla þá þætti sem krafist er af þátttakendum í verklegu prófi sem gildir til stjórnunar skemmtibáta (seglbáta) sem eru allt að 24 metra langir.
27.02.2025
Aðalfundur Nökkva verður haldinn 11. mars 2025 kl. 19.30 í Siglingahöllinni við Drottingarbraut. Venjulega aðalfundastörf. Allir sem vilja taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið geta haft samband við Tryggva formann eða boðið sig fram á fundinum.